| HI

Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi 9. október


Árshátíð Liverpoolklúbbsins verður haldin á SPOT í Kópavogi laugardaginn 9. október.

Goðsögnin Steve McManaman verður heiðursgestur að þessu sinni, en hann lék á sínum tíma 364 leiki fyrir Liverpool og var einn allra besti leikmaður félagsins á 10. áratug síðustu aldar.

Veislustjóri verður Villi Naglbítur.

Dagskráin:
Húsið opnar kl 18 með fordrykk og léttri stemningu þar sem gestir geta tekið mynd af sér með McManaman.
Sjálfur Pálmi Gunnarsson mun síðan opna árshátíðina með laginu okkar allra.
Borðhald hefst kl.19:00. Á boðstólum er stórgirnilegt hlaðborð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess verður fullt af fljótandi tilboðum á barnum.
Forréttir Vegan vorrúllur, mozarellastangir og risarækjur á spjóti Aðalréttir - hlaðborð Nautalund og Kalkúnabringur Smælki og Sætkartöflumús Bernaise og Brún sósa Ferskt salat og Brokkolísalat

Miðaverð er 12.900 krónur.

Hér að neðan er linkur til að panta miða og borð

Smellið hér


Fyrir þá sem koma lengra af erum við með tilboð fyrir árshátíðargesti á Hótel Íslandi, Ármúla 9

Tveggja manna herbergi með morgunmat fyrir tvo á 20.000 krónur

Takmarkaður fjöldi herbergja í boði, fyrstur kemur fyrstur fær

Senda á netfangið [email protected]


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan