| Sf. Gutt
Liverpool vs Southampton
Liverpool mætir Southampton á Anfield Road á morgun. Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leiki sína eftir síðasta landsleikjahlé ársins og nú er að halda áfram á sigurbrautinni sem búið er að marka í síðustu tveimur leikjum.
Liverpool vann sannfærandi stórsigur á Arsenal um síðustu helgi og á miðvikudagskvöldið vannst sigur á Porto. Sigurinn á portúgalska liðinu var kannski ekki jafn sannfærandi og sigurinn gegn Arsenal. En það var sammerkt báðum leikjum að Liverpool fór heldur hægt af stað en endaði af krafti. Mjög góð niðurstaða og þrjú stig í hús í báðum tilfellum.
Southampton byrjaði keppnistímabilið illa en hefur rétt úr kútnum síðustu vikurnar. Liðið er svolítið óútreiknanlegt. Getur leikið vel á góðum degi en er oft slakt þess á milli. Liverpool þarf auðvitað að vinna þennan leik eins og alla leiki. Chelsea og Manchester City halda sínu striki og það má ekki missa liðin lengra frá sér en orðið er. Á eftir leiknum við Southampton á Liverpool tvo erfiða útileiki. Fyrst Everton og svo Wolverhampton Wanderes. Kannski mótast liðsvalið á morgun eitthvað af þeim leikjum. Það náðist að hvíla nokkra lykilmenn á móti Porto og hugsanlega koma einhverjir af þeim sem spiluðu lítið eða ekkert á móti Porto inn í liðið.
Ég spái því að Liverpool vinni 2:0. Það gæti verið þæfingur að snúa Southampton niður en það tekst. Diogo Jota og Alex Oxlade-Chamberlain skora.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Southampton
Liverpool mætir Southampton á Anfield Road á morgun. Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leiki sína eftir síðasta landsleikjahlé ársins og nú er að halda áfram á sigurbrautinni sem búið er að marka í síðustu tveimur leikjum.
Liverpool vann sannfærandi stórsigur á Arsenal um síðustu helgi og á miðvikudagskvöldið vannst sigur á Porto. Sigurinn á portúgalska liðinu var kannski ekki jafn sannfærandi og sigurinn gegn Arsenal. En það var sammerkt báðum leikjum að Liverpool fór heldur hægt af stað en endaði af krafti. Mjög góð niðurstaða og þrjú stig í hús í báðum tilfellum.
Southampton byrjaði keppnistímabilið illa en hefur rétt úr kútnum síðustu vikurnar. Liðið er svolítið óútreiknanlegt. Getur leikið vel á góðum degi en er oft slakt þess á milli. Liverpool þarf auðvitað að vinna þennan leik eins og alla leiki. Chelsea og Manchester City halda sínu striki og það má ekki missa liðin lengra frá sér en orðið er. Á eftir leiknum við Southampton á Liverpool tvo erfiða útileiki. Fyrst Everton og svo Wolverhampton Wanderes. Kannski mótast liðsvalið á morgun eitthvað af þeim leikjum. Það náðist að hvíla nokkra lykilmenn á móti Porto og hugsanlega koma einhverjir af þeim sem spiluðu lítið eða ekkert á móti Porto inn í liðið.
Ég spái því að Liverpool vinni 2:0. Það gæti verið þæfingur að snúa Southampton niður en það tekst. Diogo Jota og Alex Oxlade-Chamberlain skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan