| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ótrúlegur sigur
Alveg hreint ótrúlegur sigur vannst á Úlfunum í 15. umferð úrvalsdeildar. Allt leit út fyrir afskaplega pirrandi markalaust jafntefli en goðsögnin Divock Origi sá til þess að sigur vannst.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var óbreytt frá sigurleiknum gegn Everton, eins og spáð hafði verið fyrir um hér í upphitun. Eitthvað höfðu upplýsingarnar skolast til hinsvegar hvað byrjunarlið Úlfanna varðar því Ruben Neves var ekki í leikbanni og var að sjálfsögðu með frá byrjun. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og það var ekki fyrr en eftir hálftíma leik sem alvöru færi litu dagsins ljós. Fyrstur á blað var Alexander-Arnold sem fékk fínt skotfæri hægra megin í teignum eftir sendingu frá Thiago, skot bakvarðarins var því miður hátt yfir markið. Alexander-Arnold lagði svo upp næsta færi þegar hann sendi yfir á fjærstöngina þar sem Jota náði skallanum en hitti ekki markið. Úrvals færi var næst á dagskrá þegar Robertson fékk boltann vinstra megin í teignum og fyrir framan markið voru Mané og Salah. Skotinn renndi boltanum fyrir markið og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst hvorki Salah né Mané að koma fæti í boltann. Þarna var farið að læðast að manni sá grunur að þetta yrði hreinlega ekki happadagur Liverpool manna. Besta færi heimamanna kom svo seint í hálfleiknum þegar Ait-Nouri sendi fyrir markið frá hægri þar sem Traore reyndi að ná til boltans en Alisson varð fyrri til. Staðan markalaus í hálfleik.
Fyrsta færi seinni hálfleiks var gestanna þegar Thiago skaut að marki úr teignum, varnarmaður komst fyrir og frákastið barst aftur í fætur Thiago en þá var Sá í markinu að þvælast fyrir. Thiago reyndi enn og aftur að koma boltanum á markið en hitti hann ekki og færið fór forgörðum. Úlfarnir beittu skyndisóknum þegar þeir gátu og í eitt skiptið komst Hwang innfyrir hægra megin en hann var of lengi að koma sér í skotstöðu og varnarmenn Liverpool komust réttu megin við hann og frekari hætta skapaðist ekki. Næsta atvik var svo enn frekar sannfæring á því að þetta væri ekki góður dagur fyrir gestina. Boltinn barst upp hægra megin og Sá markvörður og samherji hans misreiknuðu boltann fyrir utan teig. Jota náði boltanum, hljóp í átt að marki þar sem tveir varnarmenn komu sér fyrir á marklínu til að reyna að verja. Allt leit út fyrir mark en Jota dúndraði boltanum í Coady sem bjargaði þar með marki! Hvernig Portúgalanum tókst ekki að skora þarna er rannsóknarefni. Á 68. mínútu gerði Klopp svo sína fyrstu skiptingu þegar Divock Origi kom inná fyrir Jordan Henderson. Við getum haldið áfram að telja upp fín færi gestanna en þeim tókst bara ekki að klára færin sín og oftar en ekki voru sendingar slakar þegar allt leit vel út. Ekki laust við að við stuðningsmenn höfum verið komnir með pirringinn í hæstu hæðir. Klukkan tikkaði áfram og allt leit út fyrir markalaust jafntefli.
Komið var fram á 94. mínútu þegar van Dijk sendi háan bolta upp hægri kantinn. Salah tók vel á móti boltanum og tók á rás inná teiginn, náði að senda inná markteig þar sem Origi tók fallega við boltanum, sneri sér í átt að marki og þrumaði boltanum í netið! Þvílíkur léttir að sjá boltann í netinu og ekki þarf að taka það fram að fögnuður gestanna var gríðarlegur. Lokatölur 0-1 og enginn var pirraður lengur.
Wolves: Sá, Kilman, Coady, Saïss, Semedo, Neves, Dendoncker, Aït-Nouri (Hoever, 90+2 mín.), Traoré (Trincao, 89. mín.), Jíménez, Hwang Hee-Chan (Moutinho, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Podence, Fábio Silva, Ruddy, Cundle, Bueno, Campbell.
Gul spjöld: Dendoncker og Jíménez.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Origi, 68. mín.), Fabinho, Thiago, Salah (Milner, 90+6 mín.), Jota (Oxlade-Chamberlain, 82. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Phillips, Tsimikas, N. Williams, Minamino.
Mark Liverpool: Divock Origi (90+4 mín.).
Gul spjöld: Robertson og Fabinho.
Maður leiksins: Hér þarf ekkert að skrifa meir en DIVOCK ORIGI.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var virkilega mikilvægt og stórt fyrir okkur í dag því þetta var mjög erfiður leikur. Vindurinn hér gerði erfitt um vik að spila góða knattspyrnu. Við klúðruðum fullt af færum og þurftum að verjast skyndisóknum þeirra, þeir eru með mjög gott lið. Svo kom goðsögnin Divock Origi inná og kláraði leikinn fyrir okkur. Ég elska þá staðreynd."
Fróðleikur:
- Divock Origi skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu.
- Markið hjá Origi var þrettánda markið sem liðið skorar í uppbótartíma í deildarleik síðan Klopp tók við sem þjálfari.
- Mohamed Salah lagði upp sitt níunda deildarmark á leiktíðinni og er hann með flestar stoðsendingar allra í deildinni (og auðvitað markahæstur líka).
- Liverpool hélt markinu hreinu í níunda sinn á leiktíðinni sem er besti árangurinn í deildinni af öllum liðum til þessa.
- Mohamed Salah spilaði sinn 160. deildarleik fyrir félagið og Virgil van Dijk sinn 110. leik.
- Liverpool lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hafa nú 34 stig eftir 15 leiki.
Byrjunarlið Jürgen Klopp var óbreytt frá sigurleiknum gegn Everton, eins og spáð hafði verið fyrir um hér í upphitun. Eitthvað höfðu upplýsingarnar skolast til hinsvegar hvað byrjunarlið Úlfanna varðar því Ruben Neves var ekki í leikbanni og var að sjálfsögðu með frá byrjun. Leikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu og það var ekki fyrr en eftir hálftíma leik sem alvöru færi litu dagsins ljós. Fyrstur á blað var Alexander-Arnold sem fékk fínt skotfæri hægra megin í teignum eftir sendingu frá Thiago, skot bakvarðarins var því miður hátt yfir markið. Alexander-Arnold lagði svo upp næsta færi þegar hann sendi yfir á fjærstöngina þar sem Jota náði skallanum en hitti ekki markið. Úrvals færi var næst á dagskrá þegar Robertson fékk boltann vinstra megin í teignum og fyrir framan markið voru Mané og Salah. Skotinn renndi boltanum fyrir markið og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst hvorki Salah né Mané að koma fæti í boltann. Þarna var farið að læðast að manni sá grunur að þetta yrði hreinlega ekki happadagur Liverpool manna. Besta færi heimamanna kom svo seint í hálfleiknum þegar Ait-Nouri sendi fyrir markið frá hægri þar sem Traore reyndi að ná til boltans en Alisson varð fyrri til. Staðan markalaus í hálfleik.
Fyrsta færi seinni hálfleiks var gestanna þegar Thiago skaut að marki úr teignum, varnarmaður komst fyrir og frákastið barst aftur í fætur Thiago en þá var Sá í markinu að þvælast fyrir. Thiago reyndi enn og aftur að koma boltanum á markið en hitti hann ekki og færið fór forgörðum. Úlfarnir beittu skyndisóknum þegar þeir gátu og í eitt skiptið komst Hwang innfyrir hægra megin en hann var of lengi að koma sér í skotstöðu og varnarmenn Liverpool komust réttu megin við hann og frekari hætta skapaðist ekki. Næsta atvik var svo enn frekar sannfæring á því að þetta væri ekki góður dagur fyrir gestina. Boltinn barst upp hægra megin og Sá markvörður og samherji hans misreiknuðu boltann fyrir utan teig. Jota náði boltanum, hljóp í átt að marki þar sem tveir varnarmenn komu sér fyrir á marklínu til að reyna að verja. Allt leit út fyrir mark en Jota dúndraði boltanum í Coady sem bjargaði þar með marki! Hvernig Portúgalanum tókst ekki að skora þarna er rannsóknarefni. Á 68. mínútu gerði Klopp svo sína fyrstu skiptingu þegar Divock Origi kom inná fyrir Jordan Henderson. Við getum haldið áfram að telja upp fín færi gestanna en þeim tókst bara ekki að klára færin sín og oftar en ekki voru sendingar slakar þegar allt leit vel út. Ekki laust við að við stuðningsmenn höfum verið komnir með pirringinn í hæstu hæðir. Klukkan tikkaði áfram og allt leit út fyrir markalaust jafntefli.
Komið var fram á 94. mínútu þegar van Dijk sendi háan bolta upp hægri kantinn. Salah tók vel á móti boltanum og tók á rás inná teiginn, náði að senda inná markteig þar sem Origi tók fallega við boltanum, sneri sér í átt að marki og þrumaði boltanum í netið! Þvílíkur léttir að sjá boltann í netinu og ekki þarf að taka það fram að fögnuður gestanna var gríðarlegur. Lokatölur 0-1 og enginn var pirraður lengur.
Wolves: Sá, Kilman, Coady, Saïss, Semedo, Neves, Dendoncker, Aït-Nouri (Hoever, 90+2 mín.), Traoré (Trincao, 89. mín.), Jíménez, Hwang Hee-Chan (Moutinho, 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Podence, Fábio Silva, Ruddy, Cundle, Bueno, Campbell.
Gul spjöld: Dendoncker og Jíménez.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson (Origi, 68. mín.), Fabinho, Thiago, Salah (Milner, 90+6 mín.), Jota (Oxlade-Chamberlain, 82. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Konaté, Phillips, Tsimikas, N. Williams, Minamino.
Mark Liverpool: Divock Origi (90+4 mín.).
Gul spjöld: Robertson og Fabinho.
Maður leiksins: Hér þarf ekkert að skrifa meir en DIVOCK ORIGI.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var virkilega mikilvægt og stórt fyrir okkur í dag því þetta var mjög erfiður leikur. Vindurinn hér gerði erfitt um vik að spila góða knattspyrnu. Við klúðruðum fullt af færum og þurftum að verjast skyndisóknum þeirra, þeir eru með mjög gott lið. Svo kom goðsögnin Divock Origi inná og kláraði leikinn fyrir okkur. Ég elska þá staðreynd."
Fróðleikur:
- Divock Origi skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu.
- Markið hjá Origi var þrettánda markið sem liðið skorar í uppbótartíma í deildarleik síðan Klopp tók við sem þjálfari.
- Mohamed Salah lagði upp sitt níunda deildarmark á leiktíðinni og er hann með flestar stoðsendingar allra í deildinni (og auðvitað markahæstur líka).
- Liverpool hélt markinu hreinu í níunda sinn á leiktíðinni sem er besti árangurinn í deildinni af öllum liðum til þessa.
- Mohamed Salah spilaði sinn 160. deildarleik fyrir félagið og Virgil van Dijk sinn 110. leik.
- Liverpool lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hafa nú 34 stig eftir 15 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan