| Sf. Gutt
Er ekki hægt að segja að það sé frækilegt afrek að skora fjögur mörk úr vítaspyrnum í sama leiknum? Fyrrum leikmaður Liverpool afrekaði þetta á dögunum.
Cameron Brannagan vann þetta afrek í leik Gillingham og Oxford United sem fór fram þann 29. janúar. Oxford tók Gillingham í gegn og vann 2:7 á útivelli. Sem fyrr segir skoraði Cameron fernu úr vítum. Hann skoraði fyrsta mark sitt á 12. mínútu og svo á 48., 55. og 83. mínútu. Frækilegt og fágætt afrek en leikmaður hafði aldrei áður skorað fernu úr vítum í sögu Oxford.
Cameron, sem er fæddur í Manchester, kom til Liverpool á unga aldri og var hjá félaginu þar til hann gekk til liðs við Oxford í janúar 2018. Hann hafði áður verið í láni hjá Fleetwood Town árið 2017. Hann lék níu leiki með aðalliði Liverpool. Hann lék á sínum tíma með landsliði Englands undir 18 ára og undir 20 ára.
Cameron Brannagan er snjall miðjumaður og hefur verið lykilmaður hjá Oxford, sem leikur í þriðju efstu deild, frá því hann kom til félagsins. Leikmenn kusu hann Leikmann ársins hjá Oxford fyrir leiktíðina 2018/19.
TIL BAKA
Frækilegt afrek!

Er ekki hægt að segja að það sé frækilegt afrek að skora fjögur mörk úr vítaspyrnum í sama leiknum? Fyrrum leikmaður Liverpool afrekaði þetta á dögunum.
Cameron Brannagan vann þetta afrek í leik Gillingham og Oxford United sem fór fram þann 29. janúar. Oxford tók Gillingham í gegn og vann 2:7 á útivelli. Sem fyrr segir skoraði Cameron fernu úr vítum. Hann skoraði fyrsta mark sitt á 12. mínútu og svo á 48., 55. og 83. mínútu. Frækilegt og fágætt afrek en leikmaður hafði aldrei áður skorað fernu úr vítum í sögu Oxford.

Cameron, sem er fæddur í Manchester, kom til Liverpool á unga aldri og var hjá félaginu þar til hann gekk til liðs við Oxford í janúar 2018. Hann hafði áður verið í láni hjá Fleetwood Town árið 2017. Hann lék níu leiki með aðalliði Liverpool. Hann lék á sínum tíma með landsliði Englands undir 18 ára og undir 20 ára.
Cameron Brannagan er snjall miðjumaður og hefur verið lykilmaður hjá Oxford, sem leikur í þriðju efstu deild, frá því hann kom til félagsins. Leikmenn kusu hann Leikmann ársins hjá Oxford fyrir leiktíðina 2018/19.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan