| Sf. Gutt
Liverpool á ennþá möguleika á að vinna einstakt afrek. Sem sagt að vinna fjóra titla. Deildarbikarinn er í höfn og annar er undir í dag þegar Liverpool mætir Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins á Wembley. Mohamed Salah vonast að sjálfsögðu til að Liverpool nái að vinna Fernuna!
,,Vonandi tekst okkur að vinna alla fjóra titlana. Við höfum aldrei gert það áður. Keppnin er jöfn og tvísýn á þessu keppnistímabili en við erum í góðu standi. Við verðum bara að njóta þess að vera í þessari stöðu í stað þess að finnast hún þrúgandi. Við eigum að njóta alls sem fylgir þessu og leggja allt í sölurnar á öllum vígstöðvum."
,,Ég hef ímyndað mér hvernig það yrði að vinna allt og það yrði dásamleg tilfinning. Vonandi getum við unnið titlana fjóra og skemmt okkur í borginni í kjölfarið!"
Fernan er ennþá möguleiki. Vonandi verður líka svo eftir undanúrsitaleikinn í dag!
TIL BAKA
Vonandi vinnum við Fernuna!

Liverpool á ennþá möguleika á að vinna einstakt afrek. Sem sagt að vinna fjóra titla. Deildarbikarinn er í höfn og annar er undir í dag þegar Liverpool mætir Manchester City í undanúrslitum FA bikarsins á Wembley. Mohamed Salah vonast að sjálfsögðu til að Liverpool nái að vinna Fernuna!
,,Vonandi tekst okkur að vinna alla fjóra titlana. Við höfum aldrei gert það áður. Keppnin er jöfn og tvísýn á þessu keppnistímabili en við erum í góðu standi. Við verðum bara að njóta þess að vera í þessari stöðu í stað þess að finnast hún þrúgandi. Við eigum að njóta alls sem fylgir þessu og leggja allt í sölurnar á öllum vígstöðvum."

,,Ég hef ímyndað mér hvernig það yrði að vinna allt og það yrði dásamleg tilfinning. Vonandi getum við unnið titlana fjóra og skemmt okkur í borginni í kjölfarið!"
Fernan er ennþá möguleiki. Vonandi verður líka svo eftir undanúrsitaleikinn í dag!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!
Fréttageymslan