| Sf. Gutt
Lokaspretturinn á keppnistímabilinu fer í hönd. Spennan er mikil en Jordan Henderson vonar að stuðningsmenn Liverpool geti notið spennunnar. Fyrirliðinn segir að leikmenn Liverpool geti ekki leyft sér neina draumóra.
,,Ég vona að stuðningsmenn okkar geti notið þess sem er að gerast núna. Vonandi geta þeir leyft sér að vera svolítið spenntir því það er einmitt sem felst í því að vera stuðningsmaður. En leikmennir geta ekki leyft sér að dreyma neitt. Þeir þurfa að vera með fulla einbeitingu."
Leikmenn Liverpool sýndu einmitt þessa einbeitingu þegar liðið vann stórsigur á Manchester United. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur frá fyrstu mínútu. Framkvæmdastjórinn heldur okkur öllum á tánum með látbragði sínu á hliðarlínunni og mér finnst persónuleiki hans skína í gegn þegar þú horfir á það hvernig við spilum knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvort staðan er 2:0, 3:0 eða 4:0 okkur í vil. Við viljum alltaf meira og við gefum allt í leikinn sama hver staðan er. Svona viljum við spila hvern einasta leik og við gerðum það virkilega vel í kvöld."
Það er sérstaklega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool þessar vikurnar. Njótum þess!
TIL BAKA
Vonandi njóta stuðningsmenn lokasprettsins!
Lokaspretturinn á keppnistímabilinu fer í hönd. Spennan er mikil en Jordan Henderson vonar að stuðningsmenn Liverpool geti notið spennunnar. Fyrirliðinn segir að leikmenn Liverpool geti ekki leyft sér neina draumóra.
,,Ég vona að stuðningsmenn okkar geti notið þess sem er að gerast núna. Vonandi geta þeir leyft sér að vera svolítið spenntir því það er einmitt sem felst í því að vera stuðningsmaður. En leikmennir geta ekki leyft sér að dreyma neitt. Þeir þurfa að vera með fulla einbeitingu."
Leikmenn Liverpool sýndu einmitt þessa einbeitingu þegar liðið vann stórsigur á Manchester United. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur frá fyrstu mínútu. Framkvæmdastjórinn heldur okkur öllum á tánum með látbragði sínu á hliðarlínunni og mér finnst persónuleiki hans skína í gegn þegar þú horfir á það hvernig við spilum knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvort staðan er 2:0, 3:0 eða 4:0 okkur í vil. Við viljum alltaf meira og við gefum allt í leikinn sama hver staðan er. Svona viljum við spila hvern einasta leik og við gerðum það virkilega vel í kvöld."
Það er sérstaklega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool þessar vikurnar. Njótum þess!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan