| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins
Á morgun, fimmtudaginn 9. júní efnum við til fjölskylduhátíðar Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Það er mikið gleðiefni að geta loksins efnt til þessarar hátíðar en undanfarin tvö ár hefur það auðvitað ekki verið hægt. Hátíðin verður haldin í Guðmundarlundi í Kópavogi (smellið á nafnið til að skoða á korti) og hefst klukkan 17:30.
Pylsur/pulsur verða á grillinu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna að sjálfsögðu í boði. Lalli töframaður mætir með skemmtilegt atriði og farið verður í fjöruga leiki sem henta öllum aldurshópum. Það er svo ágætt að minnast á það að hægt er að skella sér í frisbígolf á svæðinu einnig.
Nú er kjörið tækifæri til að fagna góðu tímabili með Liverpool fjölskyldunni og hvetjum við alla til þess að mæta og skemmta sér saman.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook síðu klúbbsins.
Það er mikið gleðiefni að geta loksins efnt til þessarar hátíðar en undanfarin tvö ár hefur það auðvitað ekki verið hægt. Hátíðin verður haldin í Guðmundarlundi í Kópavogi (smellið á nafnið til að skoða á korti) og hefst klukkan 17:30.
Pylsur/pulsur verða á grillinu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna að sjálfsögðu í boði. Lalli töframaður mætir með skemmtilegt atriði og farið verður í fjöruga leiki sem henta öllum aldurshópum. Það er svo ágætt að minnast á það að hægt er að skella sér í frisbígolf á svæðinu einnig.
Nú er kjörið tækifæri til að fagna góðu tímabili með Liverpool fjölskyldunni og hvetjum við alla til þess að mæta og skemmta sér saman.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook síðu klúbbsins.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan