| Sf. Gutt
Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar er framhaldið. Sá fimmti kemur frá Suður Ameríku. Markmaður Liverpool Alisson Becker er næstur á dagskrá.
Nafn: Alisson Becker.
Fæðingardagur: 2. október 1992.
Fæðingarstaður: Novo Hamburgo í Brasilíu.
Staða: Markmaður.
Félög á ferli: Internacional, Roma og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 13. október 2015 gegn Venesúela.
Landsleikjafjöldi: 57.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 204.
Mörk fyrir Liverpool: 1.
Stoðsendingar: 3.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Alisson var frábær og sýndi aftur og enn að hann er einn besti markmaður í heimi. Hann er í raun enn að taka framförum.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Brasilíumaðurinn er öruggur og traustur markmaður. Hann er mjög góður í að verja einn á móti einum. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum.
Hver er staða Alisson í landsliðinu? Alisson hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu árin. Hann hefur frekar en ekki verið í byrjunarliðinu síðustu mánuði.
Hvað um Brasilíu? Það er valinn maður í hverju rúmi í brasilíska landsliðinu. Liðið er án efa eitt af þeim bestu um þessar mundir. Flestir sparkspekingar telja að liðið eigi mjög góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn.
Alþjóðlegir titlar Brasilíu: Heimsmeistarar: 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. Suður Ameríkumeistarar: 1919, 1922, 1949, 1989, 1997, 1999, 2004, 2007 og 2019. Olympíumeistarar: 2016 og 2020. Álfumeistarar: 1997, 2005, 2009 og 2013.
Besti Brasilíumaður allra tíma? Pele. Af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu og hefur enginn unnið titilinn oftar. Hann skoraði rúmlega 1000 mörk á ferli sínum! Um síðustu aldamót var hann kjörinn Leikmaður 20. aldarinnar af Aljóðaknattspyrnusambandinu. Ótrúlegur leikmaður!
Vissir þú? Alisson er alinn upp í mikilli markmannafjölskylda. Langafi Alisson var markmaður. Faðir hans lék líka sem markmaður og móðir hans var handboltamarkmaður. Eldri bróðir Alisson lék einnig sem markmaður.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool í Katar
Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar er framhaldið. Sá fimmti kemur frá Suður Ameríku. Markmaður Liverpool Alisson Becker er næstur á dagskrá.
Nafn: Alisson Becker.
Fæðingardagur: 2. október 1992.
Fæðingarstaður: Novo Hamburgo í Brasilíu.
Staða: Markmaður.
Félög á ferli: Internacional, Roma og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 13. október 2015 gegn Venesúela.
Landsleikjafjöldi: 57.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 204.
Mörk fyrir Liverpool: 1.
Stoðsendingar: 3.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Alisson var frábær og sýndi aftur og enn að hann er einn besti markmaður í heimi. Hann er í raun enn að taka framförum.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Brasilíumaðurinn er öruggur og traustur markmaður. Hann er mjög góður í að verja einn á móti einum. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum.
Hver er staða Alisson í landsliðinu? Alisson hefur verið fastamaður í landsliðshópnum síðustu árin. Hann hefur frekar en ekki verið í byrjunarliðinu síðustu mánuði.
Hvað um Brasilíu? Það er valinn maður í hverju rúmi í brasilíska landsliðinu. Liðið er án efa eitt af þeim bestu um þessar mundir. Flestir sparkspekingar telja að liðið eigi mjög góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn.
Alþjóðlegir titlar Brasilíu: Heimsmeistarar: 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. Suður Ameríkumeistarar: 1919, 1922, 1949, 1989, 1997, 1999, 2004, 2007 og 2019. Olympíumeistarar: 2016 og 2020. Álfumeistarar: 1997, 2005, 2009 og 2013.
Besti Brasilíumaður allra tíma? Pele. Af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíu og hefur enginn unnið titilinn oftar. Hann skoraði rúmlega 1000 mörk á ferli sínum! Um síðustu aldamót var hann kjörinn Leikmaður 20. aldarinnar af Aljóðaknattspyrnusambandinu. Ótrúlegur leikmaður!
Vissir þú? Alisson er alinn upp í mikilli markmannafjölskylda. Langafi Alisson var markmaður. Faðir hans lék líka sem markmaður og móðir hans var handboltamarkmaður. Eldri bróðir Alisson lék einnig sem markmaður.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan