| Sf. Gutt
Jordan Henderson er kominn í merkilegan hóp í sögu enska landsliðsins. Þegar hann kom til leiks á móti Bandaríkjunum í Katar á dögunum tók hann þar með þátt í sjötta stórmóti sínu sem enskur landsliðsmaður.
Aðeins þrír aðrir enskir landsliðsmenn hafa áður náð þessum árangri. Hinir eru þeir Sol Campbell, Steven Gerrard og Wayne Rooney.
Jordan er nú búinn að spila 72 landsleiki og skora tvö mörk. Hann er varafyrirliði Englands á HM núna. Jordan var kosinn landsliðsmaður ársins 2019. Árið 2012 hafði hann verið kjörinn leikmaður ársins í undir 21. árs liðinu. Jordan var fyrstur leikmanna til að hljóta báðar þessar viðurkenningar.
TIL BAKA
Jordan kominn í merkilegan hóp!
Jordan Henderson er kominn í merkilegan hóp í sögu enska landsliðsins. Þegar hann kom til leiks á móti Bandaríkjunum í Katar á dögunum tók hann þar með þátt í sjötta stórmóti sínu sem enskur landsliðsmaður.
Aðeins þrír aðrir enskir landsliðsmenn hafa áður náð þessum árangri. Hinir eru þeir Sol Campbell, Steven Gerrard og Wayne Rooney.
Fyrsta stórmót Jordan var Evrópukeppni landsliða 2012 sem fram fór í Póllandi og Úkraínu. Hann lék líka á EM 2016 í Frakklandi og svo 2021 sem fór fram víða um Evrópu. Jordan lék fyrst á heimsmeistaramóti í Brasilíu 2014. Hann tók líka þátt í HM 2018 í Rússlandi og nú í Katar.
Jordan er nú búinn að spila 72 landsleiki og skora tvö mörk. Hann er varafyrirliði Englands á HM núna. Jordan var kosinn landsliðsmaður ársins 2019. Árið 2012 hafði hann verið kjörinn leikmaður ársins í undir 21. árs liðinu. Jordan var fyrstur leikmanna til að hljóta báðar þessar viðurkenningar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan