| Sf. Gutt
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn Liverpool verði að taka ábyrgð og snúa gengi liðsins til betri vegar. Annað dugi ekki! Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir afhroðið í Brighton.
,,Við verðum að sýna samstöðu. Þetta er allt erfitt á þessum tímapunkti en við verðum að þétta raðirnar og reyna að breyta hlutunum með hraði. Við verðum að reyna að draga lærdóm af öllu þessu og sýna kröftug viðbrögð. Það er ekki bara ein ástæða fyrir slöku gengi okkar. Ástæðurnar eru margar og við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit í nokkurn tíma."
,,Þetta vita allir. Við vitum að við getum gert betur. Ég tek ábyrgð og strákarnir gera það líka. Við verðum að reyna að koma gengi okkar í rétt horf."
Eins og sjálfstraust getur stuðlað að sigurgöngu liða þá getur skortur á því dregið bestu lið niður. Jordan segir sjálfstraustið í herbúðum Liverpool með minnsta móti.
,,Sjálfstraustið er með minna móti. Sama gildir með orkuna. En það þýðir ekkert að vorkenna sér. Við verðum að halda áfram að berjast og vonandi breytist gengið fyrr en seinna. Við erum auðvitað mjög vonsviknir með hvernig gengur. Við vitum að við getum spilað mun betur og gefið meira af okkur. En það kemur ekki nema með meiri vinnu!"
Það gefur á bátinn!
TIL BAKA
Verðum að taka ábyrgð
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn Liverpool verði að taka ábyrgð og snúa gengi liðsins til betri vegar. Annað dugi ekki! Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir afhroðið í Brighton.
,,Við verðum að sýna samstöðu. Þetta er allt erfitt á þessum tímapunkti en við verðum að þétta raðirnar og reyna að breyta hlutunum með hraði. Við verðum að reyna að draga lærdóm af öllu þessu og sýna kröftug viðbrögð. Það er ekki bara ein ástæða fyrir slöku gengi okkar. Ástæðurnar eru margar og við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit í nokkurn tíma."
,,Þetta vita allir. Við vitum að við getum gert betur. Ég tek ábyrgð og strákarnir gera það líka. Við verðum að reyna að koma gengi okkar í rétt horf."
Eins og sjálfstraust getur stuðlað að sigurgöngu liða þá getur skortur á því dregið bestu lið niður. Jordan segir sjálfstraustið í herbúðum Liverpool með minnsta móti.
,,Sjálfstraustið er með minna móti. Sama gildir með orkuna. En það þýðir ekkert að vorkenna sér. Við verðum að halda áfram að berjast og vonandi breytist gengið fyrr en seinna. Við erum auðvitað mjög vonsviknir með hvernig gengur. Við vitum að við getum spilað mun betur og gefið meira af okkur. En það kemur ekki nema með meiri vinnu!"
Það gefur á bátinn!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan