| Sf. Gutt
Mohamed Salah er nú kominn í efsta sæti þeirra leikmanna Liverpool sem hafa skorað í Úrvalsdeildinni ensku frá því hún var stofnuð 1992. Hann náði markinu í stórsigrinum á móti Manchester United í byrjun mánaðarins.
Mohamed er búinn að skora 129 deildarmörk fyrir Liverpool. Einu marki meira en Robbie Fowler. Robbie sá ekki eftir metinu og hafði þetta að segja eftir að Mohamed náði metinu hans.
,,Fólk hefur spurt mig hvernig mér líði og ef ég á að vera alveg hreinskilinn gæti ég ekki verið ánægðari fyrir hönd Mo. Ég er stuðningsmaður Liverpool og á ársmiða. Mig langar til að sóknarmenn liðsins míns raði inn mörkum og slái markamet. Það skiptir engu þó metin mín falli."
,,Ég er ekkert að reyna að svara eins og stjórnmálamaður. Ég átti metið en nú á Mo það. Því fleiri mörk sem hann skorar þess betri möguleika á félagið á að komast þangað sem við viljum að það standi. Hann sló Evrópumarkamet Steven Gerrard á dögunum og nú sló hann markamet mitt yfir mörk í Úrvalsdeildinni. Hann á hrós skilið. Hann er nú þegar goðsögn hjá félaginu og afrek hans styrkja arfleifð hans á félaginu enn frekar."
Þó svo að Mohamed Salah sé markahæstur í Úrvalsdeildinni er hann ekki markahæstur í sögu Liverpool hvað deildarmörk varðar. Efstur á deildarmarkalista Liverpool í sögu félagsins er Roger Hunt með 244 mörk. Mohamed er í sjötta sæti á listanum.
Mohamed Salah er enn að skora mörk fyrir Liverpool. Það er þó mjög ósennilegt að hann slái met Roger Hunt. Ian Rush er markahæstur leikmanna Liverpool í öllum keppnum með 346 mörk.
TIL BAKA
Gæti ekki verið ánægðari!
Mohamed Salah er nú kominn í efsta sæti þeirra leikmanna Liverpool sem hafa skorað í Úrvalsdeildinni ensku frá því hún var stofnuð 1992. Hann náði markinu í stórsigrinum á móti Manchester United í byrjun mánaðarins.
Mohamed er búinn að skora 129 deildarmörk fyrir Liverpool. Einu marki meira en Robbie Fowler. Robbie sá ekki eftir metinu og hafði þetta að segja eftir að Mohamed náði metinu hans.
,,Fólk hefur spurt mig hvernig mér líði og ef ég á að vera alveg hreinskilinn gæti ég ekki verið ánægðari fyrir hönd Mo. Ég er stuðningsmaður Liverpool og á ársmiða. Mig langar til að sóknarmenn liðsins míns raði inn mörkum og slái markamet. Það skiptir engu þó metin mín falli."
,,Ég er ekkert að reyna að svara eins og stjórnmálamaður. Ég átti metið en nú á Mo það. Því fleiri mörk sem hann skorar þess betri möguleika á félagið á að komast þangað sem við viljum að það standi. Hann sló Evrópumarkamet Steven Gerrard á dögunum og nú sló hann markamet mitt yfir mörk í Úrvalsdeildinni. Hann á hrós skilið. Hann er nú þegar goðsögn hjá félaginu og afrek hans styrkja arfleifð hans á félaginu enn frekar."
Mohamed Salah 129 mörk - 246 leikir.
Robbie Fowler 128 mörk - 266 leikir.
Steven Gerrard 121 mark - 504 leikir.
Michael Owen 118 mörk - 216 leikir.
Sadio Mané 90 mörk - 196 leikir.
Þó svo að Mohamed Salah sé markahæstur í Úrvalsdeildinni er hann ekki markahæstur í sögu Liverpool hvað deildarmörk varðar. Efstur á deildarmarkalista Liverpool í sögu félagsins er Roger Hunt með 244 mörk. Mohamed er í sjötta sæti á listanum.
1. Roger Hunt 244 mörk.
2. Gordon Hodgson 233 mörk.
3. Ian Rush 229 mörk.
4. Billy Liddell 215 mörk.
5. Harry Chambers 135 mörk.
6. Mohamed Salah 129 mörk.
Mohamed Salah er enn að skora mörk fyrir Liverpool. Það er þó mjög ósennilegt að hann slái met Roger Hunt. Ian Rush er markahæstur leikmanna Liverpool í öllum keppnum með 346 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan