| Sf. Gutt
Síðustu daga hafa fjölmiðlar fjallað um að Thiago Alcântara muni hugsanlega fara frá Liverpool núna í sumar. Hann á sem stendur eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og ekki var reiknað með að hann færi fyrr en samningur hans rennur út. En nú munu nokkur félög hafa áhuga á þessum snjalla leikmanni.
Þessum fréttum fylgir að Thiago hafi ekki áhuga á að fara frá Liverpool og hafi nú þegar hafnað tilboðum frá Sáudi Arabíu. Hann er sem sagt ekki bara að hugsa um peninga eins og sumir leikmenn virðast vera að gera þegar tilboð koma frá Sáudi Arabíu.
Thiago kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bayern Munchen sumarið 2020. Hann er með betri miðjumönnum en meiðsli hafa alltaf af og til sett strik í reikninginn hjá honum. Hann lék til dæmis bara 28 leiki á nýliðinni sparktíð. Hann missti af síðustu vikunum vegna þess að hann þurfti að fara í aðgerð vegna meiðsla á mjöðm.
Vangavelturnar um brottför spænska landsliðsmannsins eru meðal annars tilkomnar vegna þess að Liverpool hefur keypt tvo miðjumenn í sumar. Thiago hefur hingað til leikið 97 leiki fyrir Liverpool. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp fjögur.
TIL BAKA
Fer Thiago frá Liverpool?
Síðustu daga hafa fjölmiðlar fjallað um að Thiago Alcântara muni hugsanlega fara frá Liverpool núna í sumar. Hann á sem stendur eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og ekki var reiknað með að hann færi fyrr en samningur hans rennur út. En nú munu nokkur félög hafa áhuga á þessum snjalla leikmanni.
Þessum fréttum fylgir að Thiago hafi ekki áhuga á að fara frá Liverpool og hafi nú þegar hafnað tilboðum frá Sáudi Arabíu. Hann er sem sagt ekki bara að hugsa um peninga eins og sumir leikmenn virðast vera að gera þegar tilboð koma frá Sáudi Arabíu.
Thiago kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bayern Munchen sumarið 2020. Hann er með betri miðjumönnum en meiðsli hafa alltaf af og til sett strik í reikninginn hjá honum. Hann lék til dæmis bara 28 leiki á nýliðinni sparktíð. Hann missti af síðustu vikunum vegna þess að hann þurfti að fara í aðgerð vegna meiðsla á mjöðm.
Vangavelturnar um brottför spænska landsliðsmannsins eru meðal annars tilkomnar vegna þess að Liverpool hefur keypt tvo miðjumenn í sumar. Thiago hefur hingað til leikið 97 leiki fyrir Liverpool. Hann er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp fjögur.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan