| Sf. Gutt
Ungliðinn Owen Beck hefur verið lánaður. Hann leikur í Úrvalsdeildinni í Skotlandi á komandi leiktíð með Dundee. Liðið komst upp í efstu deild í vor eftir tveggja leiktíða fjarveru.
Þetta verður þriðja lánsdvöl Owen. Á síðustu leiktíð var hann fyrst hjá portúgalska liðinu Famalicao en spilaði ekkert þar. Þá var hann sendur í lán hjá Bolton Wanderers. Hann endaði keppnistímabilið heima hjá Liverpool.
Owen er frá Wales og hefur leikið með landsliðum undir 17 og undir 21. árs. Hann er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Hann var fyrst hjá Flint Town United, svo Tranmere Rovers og þá Stoke City. Hann kom svo 13 ára til Liverpool og hefur verið þar síðan. Owen leikur oftast sem vinstri bakvörður.
Owen er kannski, hingað til, helst þekktur fyrir að vera frændi Ian Rush markahæsta leikmanns í sögu Liverpool. Carol amma hans er systir Ian.
Vonandi gengur Owen vel hjá Dundee.
TIL BAKA
Owen Beck lánaður
Ungliðinn Owen Beck hefur verið lánaður. Hann leikur í Úrvalsdeildinni í Skotlandi á komandi leiktíð með Dundee. Liðið komst upp í efstu deild í vor eftir tveggja leiktíða fjarveru.
Þetta verður þriðja lánsdvöl Owen. Á síðustu leiktíð var hann fyrst hjá portúgalska liðinu Famalicao en spilaði ekkert þar. Þá var hann sendur í lán hjá Bolton Wanderers. Hann endaði keppnistímabilið heima hjá Liverpool.
Owen er frá Wales og hefur leikið með landsliðum undir 17 og undir 21. árs. Hann er búinn að spila tvo leiki með aðalliði Liverpool.
Hann var fyrst hjá Flint Town United, svo Tranmere Rovers og þá Stoke City. Hann kom svo 13 ára til Liverpool og hefur verið þar síðan. Owen leikur oftast sem vinstri bakvörður.
Owen er kannski, hingað til, helst þekktur fyrir að vera frændi Ian Rush markahæsta leikmanns í sögu Liverpool. Carol amma hans er systir Ian.
Vonandi gengur Owen vel hjá Dundee.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan