| Sf. Gutt
Liverpool Football Club hefur staðfest brottför Jordan Henderson frá félaginu. Jordan fer til Sádi Ababíu til að spila með Al-Ettifaq. Steven Gerrard er framkvæmdastjóri þess liðs. Hermt er að Liverpool fái 12 milljónir sterlingspunda fyrir fyrirliða sinn.
Jordan er kvaddur með eftirfarandi orðum í tilkynningu á heimsíðu félagsins en í henni er brottför hans staðfest. ,,Nú þegar ferill hans á Anfield er á anda og hann heldur til Ettifaq í Sáudi Arabíu vilja allir hjá Liverpool Football Club þakka Jordan Henderson fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið í þau 12 ár sem hann var hjá félaginu."
Jordan Henderson kom til Liverpool sumarið 2011 frá Sunderland. Sir Kenny Daglish var þá framkvæmdastjóri Liverpool. Jordan spilaði 492 leiki með Liverpool, skoraði 33 mörk og átti 58 stoðsendingar. Hann var fyrirliði Liverpool frá 2015 þar til nú að hann yfirgefur félagið.
Jordan vann átta titla með Liverpool. Englandsmeistari 2020, FA bikarmeistari 2023, Deildarbikarmeistari 2012 og 2023, Evrópumeistari 2019, Stórbikarmeistari Evrópu 2019, Heimsmeistari félagsliða 2019 og Skjaldarhafi 2023. Jordan tók við öllum titlum sem hann vann sem fyrirliði utan Deildarbikarsins 2012.
Liverpool klúbburinn þakkar Jordan Henderson fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið okkar og óskar honum góðs gengis!
TIL BAKA
Brottför Jordan Henderson staðfest!
Liverpool Football Club hefur staðfest brottför Jordan Henderson frá félaginu. Jordan fer til Sádi Ababíu til að spila með Al-Ettifaq. Steven Gerrard er framkvæmdastjóri þess liðs. Hermt er að Liverpool fái 12 milljónir sterlingspunda fyrir fyrirliða sinn.
Jordan er kvaddur með eftirfarandi orðum í tilkynningu á heimsíðu félagsins en í henni er brottför hans staðfest. ,,Nú þegar ferill hans á Anfield er á anda og hann heldur til Ettifaq í Sáudi Arabíu vilja allir hjá Liverpool Football Club þakka Jordan Henderson fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið í þau 12 ár sem hann var hjá félaginu."
Jordan Henderson kom til Liverpool sumarið 2011 frá Sunderland. Sir Kenny Daglish var þá framkvæmdastjóri Liverpool. Jordan spilaði 492 leiki með Liverpool, skoraði 33 mörk og átti 58 stoðsendingar. Hann var fyrirliði Liverpool frá 2015 þar til nú að hann yfirgefur félagið.
Jordan vann átta titla með Liverpool. Englandsmeistari 2020, FA bikarmeistari 2023, Deildarbikarmeistari 2012 og 2023, Evrópumeistari 2019, Stórbikarmeistari Evrópu 2019, Heimsmeistari félagsliða 2019 og Skjaldarhafi 2023. Jordan tók við öllum titlum sem hann vann sem fyrirliði utan Deildarbikarsins 2012.
Liverpool klúbburinn þakkar Jordan Henderson fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið okkar og óskar honum góðs gengis!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan