| Mummi

Nýtt félagakerfi

Kæru félagsmenn

Nú hefur Liverpoolklúbburinn á Íslandi tekið í notkun nýtt félagakerfi sem við vitum að margir af okkar félagsmönnum kannast við. Við höfum fært okkur yfir í Sportabler
Sportabler er bæði með heimasíðu og app og hvetjum við ykkur til að sækja appið til að geta fylgst með ýmsum tilkynningum tengdri starfsemi klúbbsins þar í gegn. 

Í gegnum Sportabler munum við ma. selja miða á leiki sem klúbburinn fær úthlutað (útfærslan á því er í vinnslu), tilkynna um viðburði sem klúbburinn stendur fyrir og jafnvel selja varning sem Liverpoolklúbburinn á Íslandi lætur útbúa fyrir sig. 

Leiðbeiningar um notkun Sportabler eru frekar einfaldar. 
- Appið: Þú skráir þig inná appið, ferð í markaðstorg í appinu og flettir upp Liverpool og þá á klúbburinn að koma þar upp. Þar er hægt að uppfæra persónulegar upplýsingar og kaupa áskrift af klúbbnum. 
- Fyrir heimasíðuna: Farðu inná þennan link https://www.sportabler.com/shop/liverpoolklubburinn/felagsmenn, skráðu þig inn og þar eins og í appinu getur þú uppfært þínar upplýsingar og keypt áskrift af klúbbnum. 

Ef eitthvað er óljóst þá má endilega senda fyrirspurnir á [email protected] 

ATH. að þeir sem þegar voru greiðendur í klúbbnum á síðasta tímabili munu fá senda greiðsluseðla öðruhvoru megin við helgina. 

Hlökkum til að sameinast ykkur á nýjum stað. 

kv. 
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan