| Sf. Gutt
Mohamed Salah var útnefndur besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á Englandi í október. Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed fær þessa viðurkenningu.
Mohamed skoraði fimm mörk í einungis þremur leikjum í október. Hann skoraði bæði mörk Liverpool í 2:2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion, aftur tvö mörk í 2:0 sigri á Everton og svo eitt mark þegar Liverpool vann Nottingham Forest 3:0. Alls hefur Mohamed skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í þeim 12 deildarleikjum sem af eru leiktíðarinnar.
Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed Salah fær þessa viðurkenningu. Wayne Rooney og Robin van Persie hafa líka fengið viðurkenninguna fimm sinnum eins og Mohamed. Sergio Agüero og Harry Kane hafa fengið hana oftast eða sjö sinnum. Steven Gerrard og Cristiano Ronaldo hafa hlotið útnefninguna sex sinnum.
Mohamed fékk viðurkenninguna fyrst í nóvember 2017. Næst í febrúar 2018, svo mars 2018, í október 2021 og nú í október 2023. Það er greinilegt að Mohamed er oft upp á sitt besta í október. Myndin að ofan var tekin eftir að Mohamed var kjörinn besti leikmaður deildarinnar í fyrsta skipti.
TIL BAKA
Mohamed Salah bestur í október!
Mohamed Salah var útnefndur besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á Englandi í október. Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed fær þessa viðurkenningu.
Mohamed skoraði fimm mörk í einungis þremur leikjum í október. Hann skoraði bæði mörk Liverpool í 2:2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion, aftur tvö mörk í 2:0 sigri á Everton og svo eitt mark þegar Liverpool vann Nottingham Forest 3:0. Alls hefur Mohamed skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í þeim 12 deildarleikjum sem af eru leiktíðarinnar.
Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed Salah fær þessa viðurkenningu. Wayne Rooney og Robin van Persie hafa líka fengið viðurkenninguna fimm sinnum eins og Mohamed. Sergio Agüero og Harry Kane hafa fengið hana oftast eða sjö sinnum. Steven Gerrard og Cristiano Ronaldo hafa hlotið útnefninguna sex sinnum.
Mohamed fékk viðurkenninguna fyrst í nóvember 2017. Næst í febrúar 2018, svo mars 2018, í október 2021 og nú í október 2023. Það er greinilegt að Mohamed er oft upp á sitt besta í október. Myndin að ofan var tekin eftir að Mohamed var kjörinn besti leikmaður deildarinnar í fyrsta skipti.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan