| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu


Það hefur gengið upp og niður síðustu vikurnar hjá kvennaliðinu. Nú líður að vetrarfríi. Það eru aðeins þrír leikir eftir fram að hléinu sem stendur fram í seinni hluta janúar. 

Liverpool mætti Leicester City fyrir mánuði og vann góðan 2:1 heimasigur. Þessum leik fylgdi annar heimaleikur. Liverpool mætti þá Manchester City í Deildarbikarnum. Sá leikur tapaðist 3:4.

Um miðjan nóvember mætti Liverpool Tottenham Hotspur. liðin skildu jöfn 1:1. Næsti leikur var líka í London en hann fór illa. Liverpool tapaði 5:1 fyrir Chelsea sem er ríkjandi Englandsmeistari. Reyndar hefur Chelsea unnið deildina síðustu fjórar leiktíðir. Liðið hefur svo unnið FA bikarinn síðustu þrjú árin. Næsti leikur var í Deildarbikarnum. Hann tapaðist 0:1 á heimavelli. Mótherjinn var Manchester United. Liverpool á eftir að spila við Everton í keppninni en er úr leik. 


Síðasti leikur Liverpool fyrir yfirstandandi landsleikjahlé var heimaleikur á móti Brighton. Leikurinn fór á besta veg og Liverpool vann stórsigur 4:0! Gemma Bonner skoraði fyrsta markið í leiknum. Þetta var einmitt leikurinn sem hún setti leikjamet fyrir Liverpool í.

Kvennalið Liverpool er sem stendur í fimmta sæti af 12 liðum með 14 stig. Chelsea leiðir deildina með 22 stig. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan