| Sf. Gutt
Það bar eitt og annað til tíðinda á leið Liverpool á Wembley leikvanginn. Það er af ýmsu skemmtilegu og fróðlegu að taka.
+ Níu sinnum hefur Liverpool unnið keppnina. Það er landsmet á Englandi!
+ Liverpool lék í 19. skipti í undanúrslitum Deildarbikarsins.
+ Liverpool er búið að nota 24 leikmenn á leiðinni á Wembley.
+ Af þeim lék einn, Luke Chambers, sinn fyrsta leik fyrir félagið.
+ Caoimhin Kelleher, Curtis Jones, Harvey Elliott, Darwin Núnez og Cody Gakpo hafa komið við sögu í öllum fimm leikjum Liverpool í keppninni hingað til.
+ Liverpool hefur skorað 13 mörk á leiðinni til Wembley.
+ Sjö leikmenn hafa skorað mörkin.
+ Liverpool vann Deildarbikarinn síðast 2022. Liverpool og Chelsea skildu þá jöfn 0:0 en Liverpool vann í vítaspyrnukeppni. Af þeim 20 leikmönnum sem voru á leikskýrslu Liverpool í þeim leik eru 12 ennþá hjá félaginu.
+ Jürgen Klopp stýrir liði í sjöunda sinn á Wembley á sunnudaginn.
+ Jürgen var framkvæmdastjóri Borussia Dortmund þegar liðið mætti Bayern Munchen í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni árið 2013. Bayern vann 2:1. Hann stýrði svo Liverpool í úrslitum Deildarbikarsins gegn Manchester City 2016 þegar City vann eftir vítaspyrnukeppni. Liverpool tapaði svo Skjaldarleikjum 2019 og 2020. Báðir Skjaldarleikirnir, gegn Manchester City og Arsenal, töpuðust eftir vítaspyrnukeppnir. Árið 2022 leiddi Jürgen Liverpool tvisvar inn á Wembley og í bæði skiptin gegn Chelsea. Fyrst í úrslitum Deildarbikarsins og svo í úrslitaleik FA bikarsins. Liverpool vann báða leikina í vítaspyrnukeppni.
TIL BAKA
Niðurtalning - 6. kapítuli
Það bar eitt og annað til tíðinda á leið Liverpool á Wembley leikvanginn. Það er af ýmsu skemmtilegu og fróðlegu að taka.
+ Liverpool leikur til úrslita í Deildarbikarnum í 14. sinn. Það er met!
+ Níu sinnum hefur Liverpool unnið keppnina. Það er landsmet á Englandi!
+ Liverpool lék í 19. skipti í undanúrslitum Deildarbikarsins.
+ Liverpool er búið að nota 24 leikmenn á leiðinni á Wembley.
+ Af þeim lék einn, Luke Chambers, sinn fyrsta leik fyrir félagið.
+ Caoimhin Kelleher, Curtis Jones, Harvey Elliott, Darwin Núnez og Cody Gakpo hafa komið við sögu í öllum fimm leikjum Liverpool í keppninni hingað til.
+ Liverpool hefur skorað 13 mörk á leiðinni til Wembley.
+ Sjö leikmenn hafa skorað mörkin.
+ Cody Gakpo er búinn að skora flest mörk Liverpool eða fjögur talsins.
+ Hann er búinn að skora í öllum umferðum keppninnar hingað til.
+ Hann er búinn að skora í öllum umferðum keppninnar hingað til.
+ Liverpool vann Deildarbikarinn síðast 2022. Liverpool og Chelsea skildu þá jöfn 0:0 en Liverpool vann í vítaspyrnukeppni. Af þeim 20 leikmönnum sem voru á leikskýrslu Liverpool í þeim leik eru 12 ennþá hjá félaginu.
+ Jürgen Klopp stýrir liði í sjöunda sinn á Wembley á sunnudaginn.
+ Jürgen var framkvæmdastjóri Borussia Dortmund þegar liðið mætti Bayern Munchen í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni árið 2013. Bayern vann 2:1. Hann stýrði svo Liverpool í úrslitum Deildarbikarsins gegn Manchester City 2016 þegar City vann eftir vítaspyrnukeppni. Liverpool tapaði svo Skjaldarleikjum 2019 og 2020. Báðir Skjaldarleikirnir, gegn Manchester City og Arsenal, töpuðust eftir vítaspyrnukeppnir. Árið 2022 leiddi Jürgen Liverpool tvisvar inn á Wembley og í bæði skiptin gegn Chelsea. Fyrst í úrslitum Deildarbikarsins og svo í úrslitaleik FA bikarsins. Liverpool vann báða leikina í vítaspyrnukeppni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan