| Sf. Gutt
Liverpool klúbburinn á Íslandi var stofnaður laugardaginn 26. mars 1994 á Ölveri. Jón Óli Ólafsson hafði frumkvæði að stofnun klúbbsins og var fyrsti formaður hans.
Meðlimir í klúbbnum voru 30 talsins í upphafi en nú eru um 3.300 virkir félagar í klúbbnum. Er óhætt að segja að klúbburinn sé vel á lífi á þessum tímamótum. Eitt og annað er búið að gera á afmælisárinu til að minnast tímamótanna. Fleira er fyrirhugað og má nefna að árshátíð Liverpool klúbbsins verður haldin miðvikudaginn 8. maí daginn fyrir uppstigningardag.
Bragi Brynjarsson er núverandi formaður Liverpool klúbbsins. Hér að neðan er stjórn klúbbsins eins og hún er skipuð núna.
Formaður: Bragi Brynjarsson
Gjaldkeri/Varaformaður: Pálmi Ólafur Theódórsson
Meðstjórnandi: Björg Arna Elfarsdóttir
Meðstjórnandi: Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Meðstjórnandi: Haraldur Emilsson
Meðstjórnandi: Helgi Tómasson
Meðstjórnandi: Katrín Magnúsdóttir
Varamaður: Sverrir Jón Gylfason
Varamaður: Guðrún B. Franzdóttir
Á veffangið [email protected] er hægt að senda fyrirspurnir um allt hvað eina sem tengist starfsemi Liverpool klúbbsins á Íslandi.
Á meðan Jón Óli Ólafsson og félagar stofnuðu aðdáendaklúbb Liverpool á Íslandi lék liðið þeirra við Arsenal á Highbury. Heimsóknin á Highbury var ekki fengsæl. Skytturnar höfðu sigur 1:0 og skoraði Paul Merson sigurmark leiksins. Auðvitað var tapið naumt og lokatölur komu ekki á óvart. Það var jú á þessum árum sem Arsenal sérhæfði sig í að vinna 1:0!
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: David James, Rob Jones, Julian Dicks, Ronnie Whelan, Mark Wright (Steve Nicol 28. mín.), Neil Ruddock, Jamie Redknapp, John Barnes, Ian Rush, Steve McManaman og Robbie Fowler (Michael Thomas 71. mín.) Ónotaður varamaður: Bruce Grobbelaar. Áhorfendur voru 35.556 talsins.
Liverpool hefur aðeins einu sinni til viðbótar, frá því Liverpool klúbburinn var stofnaður, spilað á afmælisdegi klúbbsins. Svo vildi til að það var einmitt á 20 ára afmæli klúbbsins. Liverpool vann þá 2:1 sigur á Sunderland á Anfield. Liverpool var þá í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn við Manchester City.
Þeir Steven Gerrard og Daniel Sturridge skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik. Ki Sung-Yueng lagaði stöðuna fyrir Sunderland en Liverpool hafði sigur!
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: Simon Mignolet; Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jon Flanagan; Steven Gerrard; Jordan Henderson, Philippe Coutinho, Joe Allen; Luis Suarez og Daniel Sturridge (Raheem Sterling 77. mín). Ónotaðir varamenn: Brad Jones, Iago Aspas, Victor Moses, Mamadou Sakho, Aly Cissokho og Lucas Leiva. Áhorfendur voru 44.524 talsins.
TIL BAKA
Liverpool klúbburinn á Íslandi 30 ára!
Liverpool klúbburinn á Íslandi var stofnaður laugardaginn 26. mars 1994 á Ölveri. Jón Óli Ólafsson hafði frumkvæði að stofnun klúbbsins og var fyrsti formaður hans.
Meðlimir í klúbbnum voru 30 talsins í upphafi en nú eru um 3.300 virkir félagar í klúbbnum. Er óhætt að segja að klúbburinn sé vel á lífi á þessum tímamótum. Eitt og annað er búið að gera á afmælisárinu til að minnast tímamótanna. Fleira er fyrirhugað og má nefna að árshátíð Liverpool klúbbsins verður haldin miðvikudaginn 8. maí daginn fyrir uppstigningardag.
Bragi Brynjarsson er núverandi formaður Liverpool klúbbsins. Hér að neðan er stjórn klúbbsins eins og hún er skipuð núna.
Formaður: Bragi Brynjarsson
Gjaldkeri/Varaformaður: Pálmi Ólafur Theódórsson
Meðstjórnandi: Björg Arna Elfarsdóttir
Meðstjórnandi: Elísabet Ósk Guðmundsdóttir
Meðstjórnandi: Haraldur Emilsson
Meðstjórnandi: Helgi Tómasson
Meðstjórnandi: Katrín Magnúsdóttir
Varamaður: Sverrir Jón Gylfason
Varamaður: Guðrún B. Franzdóttir
Á veffangið [email protected] er hægt að senda fyrirspurnir um allt hvað eina sem tengist starfsemi Liverpool klúbbsins á Íslandi.
Á meðan Jón Óli Ólafsson og félagar stofnuðu aðdáendaklúbb Liverpool á Íslandi lék liðið þeirra við Arsenal á Highbury. Heimsóknin á Highbury var ekki fengsæl. Skytturnar höfðu sigur 1:0 og skoraði Paul Merson sigurmark leiksins. Auðvitað var tapið naumt og lokatölur komu ekki á óvart. Það var jú á þessum árum sem Arsenal sérhæfði sig í að vinna 1:0!
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: David James, Rob Jones, Julian Dicks, Ronnie Whelan, Mark Wright (Steve Nicol 28. mín.), Neil Ruddock, Jamie Redknapp, John Barnes, Ian Rush, Steve McManaman og Robbie Fowler (Michael Thomas 71. mín.) Ónotaður varamaður: Bruce Grobbelaar. Áhorfendur voru 35.556 talsins.
Liverpool hefur aðeins einu sinni til viðbótar, frá því Liverpool klúbburinn var stofnaður, spilað á afmælisdegi klúbbsins. Svo vildi til að það var einmitt á 20 ára afmæli klúbbsins. Liverpool vann þá 2:1 sigur á Sunderland á Anfield. Liverpool var þá í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn við Manchester City.
Þeir Steven Gerrard og Daniel Sturridge skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleik. Ki Sung-Yueng lagaði stöðuna fyrir Sunderland en Liverpool hafði sigur!
Lið Liverpool var þannig skipað í leiknum: Simon Mignolet; Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jon Flanagan; Steven Gerrard; Jordan Henderson, Philippe Coutinho, Joe Allen; Luis Suarez og Daniel Sturridge (Raheem Sterling 77. mín). Ónotaðir varamenn: Brad Jones, Iago Aspas, Victor Moses, Mamadou Sakho, Aly Cissokho og Lucas Leiva. Áhorfendur voru 44.524 talsins.
Til hamingju með afmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah
Fréttageymslan