| Sf. Gutt
Thiago Alcantara hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Samningur hans við Liverpool rann út núna í sumar og hann ákvað að láta gott heita í knattspyrnuiðkun. Ástæðan felst í erfiðum og langvarandi meiðslum.
Thiago kom til Liverpool í september 2020. Hann kom á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Hann hafði verið leikmaður þýska liðsins frá því 2013. Hann hóf feril sinn hjá Barcelona og byrjaði að leika með aðalliði félagsins á keppnistímabilinu 2008/09.
Hann fæddist 11. apríl 1991 á Ítalíu. Foreldrar hans eru brasilískir og hann ólst upp á Spáni. Faðir hans, Mazinho, var líka atvinnumaður í knattspyrnu og var leikmaður Fiorentina á Ítalíu þegar Thiago fæddist. Mazinho spilaði lengi á Ítalíu og Spáni. Hann var mjög góður miðjumaður og varð heimsmeistari með Brasilíu 1994. Thiago valdi að spila með Spáni en hann hefði líka getað spilað með Brasilíu og Ítalíu. Hann lék 46 landsleiki með Spánverjum og skoraði tvö mörk.
Thiago var, þegar hann var upp á sitt besta, einn af betri miðjumönnum í heimi. Hann afrekaði að verða landsmeistari 11 sinnum. Fyrst fjórum sinnum með Barcelona og svo sjö sinnum í röð með Bayern Munchen. Hann vann spænsku bikarkeppnina einu sinni og þá þýsku í fjögur skipti. Thiago vann Meistaradeildina 2011 með Barcelona og 2020 með Bayern. Hann vann Heimsmeistarakeppni félagsliða 2011 með Barcelona og tveimur árum seinna með Bayern. Alls vann hann tíu titla með Barcelona og hvorki fleiri né færri en 15 hjá Bayern Munchen!
Thiago bætti tveimur titlum í safn sitt hjá Liverpool. Hann vann FA bikarinn 2022 og svo Samfélagsskjöldinn sama ár. Hann átti að spila Deildarbikarúrslitaleikinn sama ár en meiddist í upphitun og missti af leiknum.
Meiðsli settu stórt strik í reikning Thiago hjá Liverpool. Hann spilaði sem dæmi aðeins einn leik á síðustu leiktíð. Besta keppnistímabili hans hjá Liverpool var 2021/22 en þá var hann lítið meiddur og náði að sýna sitt besta. Hann lék 98 leiki með Liverpool, skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Thiago Alcantara fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum alls góðs.
TIL BAKA
Thiago Alcantara leggur skóna á hilluna!
Thiago Alcantara hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Samningur hans við Liverpool rann út núna í sumar og hann ákvað að láta gott heita í knattspyrnuiðkun. Ástæðan felst í erfiðum og langvarandi meiðslum.
Thiago kom til Liverpool í september 2020. Hann kom á frjálsri sölu frá Bayern Munchen. Hann hafði verið leikmaður þýska liðsins frá því 2013. Hann hóf feril sinn hjá Barcelona og byrjaði að leika með aðalliði félagsins á keppnistímabilinu 2008/09.
Hann fæddist 11. apríl 1991 á Ítalíu. Foreldrar hans eru brasilískir og hann ólst upp á Spáni. Faðir hans, Mazinho, var líka atvinnumaður í knattspyrnu og var leikmaður Fiorentina á Ítalíu þegar Thiago fæddist. Mazinho spilaði lengi á Ítalíu og Spáni. Hann var mjög góður miðjumaður og varð heimsmeistari með Brasilíu 1994. Thiago valdi að spila með Spáni en hann hefði líka getað spilað með Brasilíu og Ítalíu. Hann lék 46 landsleiki með Spánverjum og skoraði tvö mörk.
Thiago var, þegar hann var upp á sitt besta, einn af betri miðjumönnum í heimi. Hann afrekaði að verða landsmeistari 11 sinnum. Fyrst fjórum sinnum með Barcelona og svo sjö sinnum í röð með Bayern Munchen. Hann vann spænsku bikarkeppnina einu sinni og þá þýsku í fjögur skipti. Thiago vann Meistaradeildina 2011 með Barcelona og 2020 með Bayern. Hann vann Heimsmeistarakeppni félagsliða 2011 með Barcelona og tveimur árum seinna með Bayern. Alls vann hann tíu titla með Barcelona og hvorki fleiri né færri en 15 hjá Bayern Munchen!
Thiago bætti tveimur titlum í safn sitt hjá Liverpool. Hann vann FA bikarinn 2022 og svo Samfélagsskjöldinn sama ár. Hann átti að spila Deildarbikarúrslitaleikinn sama ár en meiddist í upphitun og missti af leiknum.
Meiðsli settu stórt strik í reikning Thiago hjá Liverpool. Hann spilaði sem dæmi aðeins einn leik á síðustu leiktíð. Besta keppnistímabili hans hjá Liverpool var 2021/22 en þá var hann lítið meiddur og náði að sýna sitt besta. Hann lék 98 leiki með Liverpool, skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Thiago Alcantara fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum alls góðs.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan