| Sf. Gutt

Af Suður Ameríkukeppninni


Suður Ameríkukeppninni er lokið. Öruggt var fyrir úrslitaleikinn að leikmaður Liverpool myndi fá gullverðlaun því einn fulltrúi Liverpool var í hvoru úrslitaliði. 

Argentína og Kólumbía mættust í úrslitaleiknum sem fór fram í Miami í nótt. Leikurinn hófst á miðnætti að íslenskum tíma. Þeir Alexis Mac Allister og Luis Díaz voru í byrjunarliðum sinna þjóðlanda. 

Leikurinn var jafn og spennandi. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Úrslitin réðust á 112. mínútu þegar Lautaro Martínez, leikmaður Inter Milan, kom Argentínu yfir.
Þetta reyndist sigurmarkið og Argentína varði titil sinn frá 2021. Þetta var 16. sigur Argentínu í keppninni sem er met. 

Úrúgvæ náði þriðja sætinu í keppninni. Liðið mætti Kanada í leiknum um þriðja og fjórða sæti. Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, bjargaði Úrúgvæ með því að jafna 2:2 í viðbótartíma venjulegs leiktíma. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og vann Úrúgvæ hana 4:3. Aftur kom Luis við sögu en hann skoraði úr vítinu sem réði úrslitum. Luis kom inn sem varamaður fyrir Darwin Núnez í hálfleik. 

Þeir Luis Díaz og Darwin Núnez skoruðu báðir tvö mörk í keppninni. Þeir stóðu sig mjög vel í Bandaríkjunum og sama má segja um Alexis Mac Allister.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan