| Sf. Gutt

Nýir menn


Það er ekki bara nýr framkvæmdastjóri kominn til Liverpool. Nýir menn eru komnir í ýmsar stöður hjá félaginu eins og eðilegt er þegar framkvæmdastjóraskipti eiga sér stað. 

Arne Slot er auðvitað nýi framkvæmdastjórinn eða yfirþjálfari eins og hann er titlaður. Nánasti aðstoðarmaður hans í þjálfaraliðinu er John Heitinga. Hann var lengi hollenskur landsliðsmaður. John spilaði með Ajax, Atletico Madrid, Everton, Fulham og Hertha Berlin. John þekkir því vel til á Englandi og í Liverpool borg. Hann þjálfaði ýmsa aldursflokka hjá Ajax og stjórnaði aðalliði félagsins í hálft ár árið 2023. Á síðasta keppnistímabili þjálfaði hann hjá West Ham United. 

Richard Hughes er nýráðinn íþróttastjóri Liverpool. Hann er nánasti samstarfsmaður Arne utan vallar ef svo mætti segja. Richard var síðustu árin yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth og þótti vinna gott starf þar. 

Aaron Briggs, Sipke Hulshoff, Ruben Peeters og Fabian Otte eru nýir meðlimir í þjálfaraliði Liverpool. Þeir taka við af mönnum sem fóru í kjölfar þess að Jürgen Klopp yfirgaf Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan