| Sf. Gutt
Liverpool vann fyrsta opinbera æfingaleik sinn undir stjórn Arne Slot. Liðið vann spænska liðið Real Betis 1:0 í leik sem fór fram í Pittsburg í Bandaríkjunum.
Segja má að Liverpool hafi stillt upp besta liði sem kostur var á ef miðað er við hvaða leikmenn eru búnir að æfa eitthvað. Eftir hálftíma varð Curtis Jones að fara af velli eftir að hafa fundið fyrir eymslum. Ungliðinn Trey Nyoni kom í hans stað og stóð sig stórvel. Hann er hér á mynd að ofan.
Liverpool var sterkara liðið frá upphafi og komst yfir fjórum mínútum eftir að Curtis fór af velli. Mohamed Salah fékk boltann hægra megin og sendi inn í vítateiginn á Dominik Szoboszlai. Ungverjinn tók skot úr þröngri stöðu við markteigshornið og boltinn hafnaði neðst í fjærhorninu án þess að markmaður Betis kæmi nokkrum vörnum við. Markmaðurinn var enginn annar en Adrián San Miguel!
Liverpool hafði áfram góða stjórn á leiknum eftir hlé. Eftir rúma klukkustund var átta ungliðum skipt inn og stóðu þeir sig vel. Spænska liðið ógnaði aldrei að neinu marki og sigur Liverpool var sanngjarn. Margir af ungu piltunum stóðu sig mjög vel en enginn var betri en Trey Nyoni.
Liverpool spilaði vel og það þótti gott yfirbragð á liðinu. Diogo Jota gæti spilað næsta leik en hann er mættur til Bandaríkjanna.
Liverpool: Kelleher (Jaros 46′); Bradley (Stephenson 63′), Quansah (Phillips 63′), Van den Berg (Chambers 63′), Tsimikas (Beck 63′); Endo (Morton 46′), Jones (Nyoni 30′ Koumas 73′); Salah (Blair 63′), Szoboszlai (Bajcetic 63′), Elliott (Doak 63′) og Carvalho (Gordon 63′). Ónotaður varamaður: Nallo.
Áhorfendur í Pittsburg: 42.679.
Leikurinn hófst klukkan hálf tólf í gærkvöldi að íslenskum tíma. Næsti æfingaleikur Liverpool er við Arsenal á sama tíma að kvöldi 1. ágúst. Hann fer fram í Philadelphia.
TIL BAKA
Sigur í æfingaleik
Liverpool vann fyrsta opinbera æfingaleik sinn undir stjórn Arne Slot. Liðið vann spænska liðið Real Betis 1:0 í leik sem fór fram í Pittsburg í Bandaríkjunum.
Segja má að Liverpool hafi stillt upp besta liði sem kostur var á ef miðað er við hvaða leikmenn eru búnir að æfa eitthvað. Eftir hálftíma varð Curtis Jones að fara af velli eftir að hafa fundið fyrir eymslum. Ungliðinn Trey Nyoni kom í hans stað og stóð sig stórvel. Hann er hér á mynd að ofan.
Liverpool var sterkara liðið frá upphafi og komst yfir fjórum mínútum eftir að Curtis fór af velli. Mohamed Salah fékk boltann hægra megin og sendi inn í vítateiginn á Dominik Szoboszlai. Ungverjinn tók skot úr þröngri stöðu við markteigshornið og boltinn hafnaði neðst í fjærhorninu án þess að markmaður Betis kæmi nokkrum vörnum við. Markmaðurinn var enginn annar en Adrián San Miguel!
Liverpool hafði áfram góða stjórn á leiknum eftir hlé. Eftir rúma klukkustund var átta ungliðum skipt inn og stóðu þeir sig vel. Spænska liðið ógnaði aldrei að neinu marki og sigur Liverpool var sanngjarn. Margir af ungu piltunum stóðu sig mjög vel en enginn var betri en Trey Nyoni.
Liverpool spilaði vel og það þótti gott yfirbragð á liðinu. Diogo Jota gæti spilað næsta leik en hann er mættur til Bandaríkjanna.
Liverpool: Kelleher (Jaros 46′); Bradley (Stephenson 63′), Quansah (Phillips 63′), Van den Berg (Chambers 63′), Tsimikas (Beck 63′); Endo (Morton 46′), Jones (Nyoni 30′ Koumas 73′); Salah (Blair 63′), Szoboszlai (Bajcetic 63′), Elliott (Doak 63′) og Carvalho (Gordon 63′). Ónotaður varamaður: Nallo.
Áhorfendur í Pittsburg: 42.679.
Leikurinn hófst klukkan hálf tólf í gærkvöldi að íslenskum tíma. Næsti æfingaleikur Liverpool er við Arsenal á sama tíma að kvöldi 1. ágúst. Hann fer fram í Philadelphia.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen
Fréttageymslan