Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Á leik Liverpool og Bournemouth á laugardaginn var voru íslenskir heiðursgestir. Sjö fyrrum leikmönnum KR var boðið á leikinn. Þeir voru þeir Heimir Guðjónsson, Þórður Jónsson, Sveinn Jónsson, Ársæll Kjartansson, Gísli Þorkelsson, Þorgeir Guðmundsson og Gunnar Felixson. Að auki fóru um 30 aðrir KR til Liverpool að horfa á leikinn.
Ástæðan fyrir boði þessara sjö leikmanna KR til Liverpool er sú að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því KR og Liverpool mættust í Evrópukeppni meistaraliða. Liðin mættust fyrst 17. ágúst 1964 á Laugardalsvellinum. Liverpool vann þann leik 0:5. Liðin mættust svo á Anfield Road 14. september. Liverpool tók KR í kennslustund 6:1. Allir leikmenn KR sem voru boðnir til Liverpool spiluðu seinni leikinn á Anfield. Gunnar Felixson skoraði mark KR í Liverpool. Þetta var að sjálfsögðu fyrsta mark Íslendings í Evrópukeppni í knattspyrnu félagsliða.
Hér fyrir neðan eru fjórar fréttir um móttökuathöfn sem fór fram á Anfield á laugardagsmorguninn fyrir leik Liverpool og Bournemouth. Á myndinni sem fylgir eru leikmenn KR og sjö fyrrum leikmenn Liverpool. Ian Callaghan, sem spilaði leikina við KR, afhenti fulltrúa KR sérstaka veifu sem gerð var til minningar um leikina fyrir 60 árum. David Fairclough, Steve McMahon, Bruce Grobbelaar, Alan Kennedy, Roy Evans og Gordon Wallace, ef rétt er þekktur, voru með Ian við þessa athöfn. Gordon skoraði fyrsta mark Liverpool á Laugardalsvellinum og var það jafnframt fyrsta mark í Evrópusögu Liverpool félagsins.
Ekki er annað hægt að segja að boð Liverpool hafi verið höfðinglegt. Gaman er til þess að vita að viðureignir Liverpool og KR séu ekki gleymdar í Liverpool.
Hér er frétt um heimsóknina á Liverpoolfc.com.
Hér er frétt af Mbl.is um heimsóknina.
Hér er frétt sem Vísir.is birti.
Hér er viðtal við tvo af leikmönnum KR sem spiluðu á móti Liverpool á Anfield. Vísir.is birti viðtalið.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen