| Sf. Gutt

Jürgen Klopp kominn með vinnu!

Öllum að óvörum er Jürgen Klopp kominn með vinnu! Varla reiknaði nokkur maður með því að hann myndi ráða sig í vinnu svona skömmu eftir hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Liverpool með þeim orðum að hann væri lúinn og þarfnaðist hvíldar. 

Jürgen Klopp er reyndar ekki kominn í fullt starf við framkvæmdastjórn eða þjálfun hjá knattspyrnufélagi. En frá og með næstu áramótum mun Jürgen starfa sem ráðgjafi hjá Red Bull samsteypunni á heimsvísu. Red Bull er orkudrykkjarframleiðandi sem kemur víða við á vettvangi íþrótta. Svo sem knattspyrnu og kappakstri.

Samsteypan á fjögur knattspyrnufélög í fjórum löndum. Um er að ræða Austurríki - Salzburg, Bandaríkin - New York, Brasilíu - Bragantino og Þýskaland - Leipzig. Jürgen verður til ráðgjafar hjá öllum þessum félögum og allri Red Bull samsteypunni. Ætlunin er að hann miðli reynslu sinni og þekkingu til þeirra sem leiða starf Red Bull. 

Það verður að segjast að þetta eru óvænt tíðindi. Flestir reiknuðu með því að Þjóðverjinn myndi taka sér mun lengra frí frá knattspyrnustörfum. Núna verður frí hans um hálft ár. Þegar hann tók sér frí eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri Borussia Dortmund var hann í fríi frá lokum leiktíðar vorið 2015 fram í október þegar hann réði sig til Liverpool. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan