Craig Bellamy tekur við Wales
Craig Bellamy stjórnaði landsliði Wales á Laugardalsvellinum í gær. Hann tók við landsliðinu núna í sumar og gerði samning til fjögurra ára.
Craig er einn fárra leikmanna sem hefur tvívegis leikið með Liverpool. Fyrst leiktíðina 2006/07 og svo 2011/12. Á fyrri leiktíðinni varð hann Skjaldarhafi með Liverpool og á þeirri seinni vann hann Deildarbikarinn. Hann spilaði 78 leiki með Liverpool, skoraði 18 mörk og lagði upp 18.
Craig lék með níu félagsliðum á ferli sínum. Fyrst með Norwich City og svo með Coventry City, Newcastle United, Celtic en hann var í láni þar, Blackburn Rovers, West Ham United, Manchester City og Cardiff City en þar lauk hann ferli sínum. Hann fæddist í Cardiff og Cardiff var liðið hans í æsku ásamt Liverpool.
Craig hóf að þjálfa þegar hann var hjá Cardiff. Seinna þjálfaði hann hjá Anderlecht í Belgíu og síðast hjá Burnley áður en hann tók við landsliði Wales.
Sem fyrr segir tók Craig við Wales í sumar. Hann sagði þá meðal annars þetta. ,,Það er gríðarlega mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að leiða landið mitt. Ég hef ekki verið stoltari á ferli mínum. Æðsti draumur minn fólst alltaf í því að verða landsliðsþjálfari Wales og ég er tilbúinn að taka á við áskorunina sem felst í því að gegna starfinu."
Craig Bellamy spilaði með landsliði Wales frá 1998 til 2013. Hann spilaði 78 landsleiki og skoraði 19 mörk. Craig var um tíma fyrirliði Wales. Á Olympíuleikunum í London 2012 lék hann með landsliði Stóra Bretlands. Hann tók þátt í fimm leikjum og skoraði eitt mark.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!