Landsleikjafréttir
Nærri 30 leikmenn Liverpool hafa verið á ferð og flugi síðustu dag með landsliðum sínum. Eins og venjulega hefur gengið misjafnlega.
Á fimmtudagkvöldið var Ibrahima Konate í liði Frakka sem sem unnu Ísrael 1:4 í Ungverjalandi. Þessi leikur, eins og leikir Evrópuliðanna, var í Þjóðadeildini.
Írar unnu sinn fyrsta landsleik á valdatíð Heimis Hallgrímssonar. Írar unnu Finna 1:2 í Helsinki. Caoimhin Kelleher var orðinn hrss eftir að hafa verið veikur og var í marki Íra.
Trent Alexander-Arnold var í byrjunarliði Englands sem tapaði óvænt 1:2 á Wembley fyrir Grikklandi. Curtis Jones var á bekknum allan tímann. Hann var bara valinn fyrir þennan leik og fer nú aftur heim.
Wataru Endo var fyrirliði Japans sem vann Sádi-Arabíu 2:0 í forkeppni Heimsmeistarakeppninnar.
Í Suður Ameríku er líka verið að spila í forkeppni HM. Alexis Mac Allister kom ekkert við sögu í leik Argentínu í Venesúela. Leiknum lauk 1:1.
Luis Díaz leik með Kólumbíu í Bólivíu. Heimamenn unnu 1:0.
Ungliðinn Kyle Kelly spilaði með aðallandsliði Sankti Kitts og Nevis sem vann Bresku Jómfrúreyjar 3:1. Hann kom inn sem varamaður.
Wales mætti Íslandi á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið. Craig Bellamy valdi þrjá fyrrum leikmenn Liverpool í byrjunarliðið. Það voru þeir Danny Ward, Nico Williams og Harry Wilson. Lewis Koumas, sem er núna í láni hjá Stoke, var á bekknum og kom ekki við sögu. Harry Wilson skoraði seinna mark Wales eftir sendingu frá Neco Williams. Þetta var tíunda landsliðsmark hans. Wales komst í 0:2 en Ísland náði að jafna með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Ungverjaland og Holland mættust í Ungverjalandi. Leiknum lauk 1:1. Dominik Szoboszlai, Ryan Gravenberch, Cody Gakpo og Virgil van Dijk hófu leikinn. Virgil fékk tvö gul spjöld í síðari hálfleik og var þar með vikið af velli. Cody lagði upp mark Hollands undir lokin þegar liðið var manni undir. Virgil er með brottrekstrinum kominn í leikbann og fer því heim til Liverpool.
Mohamed Salah skoraði í 2:0 sigri Egyptalands á Máritaníu. Hann fékk að fara heim til Liverpool eftir leikinn. Þessi leikur var í forkeppni Afríkukeppninnar.
Í gær mættu Skotar Króatíu á útivelli. Andrew Robertson og Ben Doak voru í byrjunarliði Skota. Króatía vann 2:1.
Portúgal vann 1:3 sigur í Póllandi. Diogo Jota kom inn sem varamaður.
Conor Bradley hlotnaðist sá heiður að heiður að vera fyrirliði Norður Írlands í fyrsta sinn. Hann leiddi lið sitt í Hvíta Rússlandi. Leiknum lauk 0:0. Þetta var 20. landsleikur Conor. Hann er búinn að skora þrjú landsliðsmörk.
Darwin Núnez var laus úr leikbanni og lék með Úrúgvæ í Perú. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah