Dreymdi um svona augnablik!
Vitezslav Jaros kom inn sem varamaður á lokakafla leiks Liverpool við Crystal Palaca á dögunum. Tékkinn stóð sig með sóma í sínum fyrsta leik með Liverpool og hélt hreinu til leiksloka. Hann segir að sig hafi dreymt um svona augnablik frá því hann var strákur.
,,Alveg frábær tilfinning. Þegar ég var strákur dreymdi mig um svona augnablik. Það var auðvitað taugatrekkjandi að koma inn á og fara í markið þegar svona stutt var til leiksloka. Boltinn gekk líka marka á milli á lokakaflanum. En mér tókst að halda hreinu og við náðum öllum stigunum. Frábært!"
,,Það var svo sem ekki mikið sagt við mig áður en ég fór inn á. Það var bara betra því maður var sjálfur um margt að hugsa. Maður var bara látinn hafa treyjuna og minntur á að setja legghlífar á sig. Þjálfararnir sögu ekki mikið og mér fannst það eiginlega gott."
,,Allir í liðinu leggja hart að sér hvern einasta dag. Þess vegna var ánægjulegt fyrir mig að uppskera með því að koma inn á og spila minn fyrsta leik fyrir félagið."
,,Ég er alltaf tilbúinn að spila. Ég hef tvívegis farið á lán og hef því spilað dálítið af leikjum og fengið reynslu. Ég er tilbúinn að spila hvenær sem er."
Alisson Becker verður frá leik og keppni næstu vikur. Caoimhin Kelleher tekur stöðu hans en nú verður Tékkinn Vitezslav Jaros fyrsti varamarkmaður Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum