Vera með í baráttunni fram í janúar!
Ian Rush, markahæsti leikmaður í sögu Liverpool, segir mikilvægast af öllu að vera með í baráttunni fram í janúar. Takist það geti allt gerst. Hann hafði þetta að segja fyrir stórleik Liverpool og Manchester City.
,,Staðan er þannig að ef við komum taplausir út úr leiknum þá er það hið besta mál. Venjulega höfum við verið í þeirri stöðu síðustu árin að þurfa að vinna Manchester City til að halda okkur með í baráttunni um titilinn. En núna hugsa menn í herbúðum City að þeir verði að vinna og það á útivelli. Stemmningin verður rosaleg. Stuðningsmennirnir eiga eftir að fylkja sér að baki liðsins og vonandi spila leikmennirnir í samræmi við það."
Ian Rush tók þátt í mörgum baráttum um Englandsmeistaratitilinn þegar hann spilaði með Liverpool. Hann segir það lykilatriði að halda sér í baráttu um titilinn fram í janúar.
,,Manchester City hefur venjulega farið í gang í janúar einmitt þegar mest á ríður. Þegar ég var að spila sögðu þjálfararnir alltaf að kepnnistímabilið hæfist þá fyrir alvöru. Það var alltaf reynt að vera með í baráttunni þangað til í janúar og þá var allt sett á fullt. Svona var gert þegar ég var að spila og Manchester City hefur gert þetta síðustu árin. Liverpool verður að vera í þessari stöðu þegar kemur fram í janúar svo hægt verði að berjast um titilinn til loka leiktíðar.
Ian Rush talar af reynslunni. Hann varð nefnilega sex sinnum Englansmeistari með Liverpool. Að auki varð Liverpool fjórum sinnum í öðru sæti á meðan Ian lék með félaginu.
-
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Englandsmeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn