Leikjatilfærslur
Búið er að tímasetja leiki Liverpool út árið sem er að líða. Það er gott að vita af breyttum tímum ef fólk hyggur á ferðalög til Englands.
Næsti leikur Liverpool fer fram laugardaginn kemur 7. desember. Liverpool liðin mætast þá í síðasta sinn á Goodison Park. Í það minnsta í deildinni því liðin gætu jú leitt saman hesta sína í FA bikarnum. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt.
Liverpool mætir Southampton á útivelli í átta liða úrslitum Deildarbikarsins miðvikudaginn 18. desember. Leikurinn byrjar klukkan átta.
Sunnudaginn 22. desember leikur Liverpool aftur á útivelli og nú gegn Tottenham Hotspur. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Fyrsti jólaleikur Liverpool fer fram á Anfield Road að kvöldi annars dags jóla. Mótherjinn er Leicester City. Leikar hefjast klukkan átta.
Annar jólaleikurinn verður seinni partinn sunnudaginn 29. desember. Liverpool leikur þá við West Ham United í London. Leikurinn byrjar stundarfjórðung yfir fimm.
Þriðji og síðasti jólaleikurinn verður við Manchester United á Anfield sunnudaginn 5. janúar. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Aðrir leikir á þessu tiltekna tímabili verða á áður auglýstum tímum. Tekið skal fram að allir leiktímar eru að íslenskum tíma.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen