Uppskrift að Evrópukvöldi!
Þetta kvöld fer í flokk með mögnuðustu Evrópukvöldum í sögu Liverpool og er þó af mörgum að taka! En hvað er Evrópukvöld á Anfield Road? Þetta er uppskrift kvöldsins!
- Það var kvöld í Liverpoolborg!
- Anfield Road var þéttskipaður hinum dyggu stuðningsmönnum Rauða hersins!
- Liverpool varð að vinna leikinn!
- Liverpool lenti undir og þurfti að skora þrívegis til að komast áfram!
- Liverpool sótti að The Kop í síðari hálfleik!
- Stuðningsmenn Liverpool stóðu þétt að baki sínum mönnum og hvöttu þá áfram með ráðum og dáð.
- Allir leikmenn Liverpool lögðu sig alla fram! Það gerði Tólfti maðurinn líka!
- Liverpool jafnaði í upphafi síðari hálfleiks!
- Linnulaus sókn Liverpool braut að lokum mótherjana á bak aftur!
- Liverpool skoraði þau tvö mörk sem upp á vantaði á síðustu tíu mínútum leiksins! Kannski sogaði The Kop boltann bara í markið?! Það hefur oft gerst!
- Áhorfendur og leikmenn Liverpool gengu af göflunum af fögnuði!
- Takmarkið náðist!
- Stuðningsmenn Liverpool sungu þjóðsönginn You´ll Never Walk Alone í leikslok með treflana sína á lofti!
Enn einu sinni vorum við stuðningsmenn Liverpool vitni að eistöku Evrópukvöldi á Anfield Road. Svona töfrum gædd stemmning skapast hvergi nema í hafnarborginni Liverpool á vesturströnd Bretlands. Þar gerist þetta á meira en aldargömlum knattspyrnuleikvangi. Hann heitir heitir Anfield Road!
-
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna!