| Jón Óli Ólafsson

Steven Gerrard ánægður með varamennina

Steven Gerrard skoraði þriðja og þetta mikilvæga mark sem tryggði þátttöku Liverpool í Meistaradeild Evrópu. Markið kom þegar 4 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

En það voru varamennirnir Pongolle og Mellor sem gáfu Liverpool tóninn. Pongolle jafnaði leikinn á 47 mínútu og Mellor sett eitt eftir aðeins 2 mínútur á vellinum.

"Þeir eiga heiður skilið varamennirnir, því þeir breytu gangi leiksins. Tveir ungir leikmenn komu inná og kláruðu má segja þetta fyrir okkur. Þetta var frábært kvöld fyrir klúbbinn. Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og fengum hálf kjánalegt mark á okkur í fyrri hálfleik úr aukaspyrnu. En við heldum áfram og uppskárum rétt úrslit. Ég væri að ljúga ef ég segði að við vissum að við værum áfram í keppninni. Í hálfleik vorum við undir og vissum að Monako hefði skorað. Við þurftum að skora þrjú mörk í seinni hálfleik og vissum að það yrði ekkert auðvelt. En okkur tókst það og við erum í skýjunum." " sagði Gerrard

Gerrard var harðákveðinn að gera allt sem í sínu valdi stóð til þess að tryggja að Liverpool kæmist áfram eftir að hann sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að hugsanlega væri hann á förum frá félaginu.

"Ég var svo ánægður með að skora markið sem kom okkur áfram. Boltinn snérist og ég hélt að boltinn væri á leið upp í stúku, en ég smell hitti hann og boltinn hafnaði í netinu. Þetta er mitt besta mark sem ég hef einhvern tímann skorað fyrir Liverpool. Vegna þess sem ég sagði á blaðamannafundinum og hvernig það leit út í blöðunum þá var ég undir mikilli pressu að standa mig mjög vel í kvöld. Mér langaði að hjálpa klúbbnum til að komast áfram í keppninni og standa mig vel fyrir stuðningsmennina og félagið." bætti Gerrard við.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan