Rafael Benitez vill sjá Stephen Warnock í landsliðinu
Rafael Benitez hefur verið ánægður með frammistöðu Stephen Warnock á tímabilinu og hvetur hann til að spila sig inn í enska landsliðshópinn. Stephen hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna í síðustu leikjum og skrifaði fyrir skömmu undir tveggja ára samning við Liverpool.
„Honum hefur farið mikið fram og það eru ekki margir góðir vinstri bakverðir sem Sven getur valið úr. Því ekki að velja hann? Það er vissulega möguleiki. Hann verður betri með hverjum leik sem hann spilar og nú hefur hann meiri reynslu.
Rick Parry og ég höfum rætt um Warnock nokkuð lengi. Hann hefur lagt hart að sér og spilað vel svo að við höfum ákveðið að verðlauna hann með tveggja ára samningi. Hann metur þetta til fulls og við erum ánægðir.
Það er mögulegt að hann verði fyrsti valkostur okkar í vinstri bakverðinum. Ég vil gjarnan hafa tvo leikmenn til að berjast um hverja stöðu því að það þýðir að báðir halda áfram að leggja hart að sér og það getur aðeins verið gott fyrir liðið.“
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!