Stephen Warnock ánægður með nýja samninginn
Stephen Warnock skrifaði undir nýjan samning, eftir leikinn gegn CSKA Sofia á þriðjudaginn, sem heldur honum á Anfield til ársins 2008.
,,Þegar tímabilið hófst átti ég bara eitt ár eftir af samingnum mínum við Liverpool og maður veit aldrei hvort manni er boðin framlenging." sagði Warnock við opinbera heimasíðu Liverpool í gær. ,,Ég vildi sanna mig, leggja hart að mér og komast í liðið. Ég hef gert það til þessa og ég ætla að halda því áfram.
Það er mikill léttir að vera búinn að fá nýjan samning. Þetta var eitthvað sem þurfti að komast á hreint og sem betur fer gekk það hjá mér. Stjórinn tók mig á eintal eftir leikinn við Middlesbrough og sagði mér að hann vildi að umboðsmaðurinn minn talaði við Rick Parry því að hann væri ánægður með hvernig hlutirnir væru að ganga. Umboðsmaðurinn minn fór á fund í gær morgunn (fyrradag) og samningaviðræðurnar voru auðveldar. Það var allt ákveðið samdægurs og ég spurði hvort ég mætti skrifa undir sem fyrst. Samningurinn var tilbúinn um miðjan dag og ég skrifaði undir eftir leikinn gegn Sofia.
Það er gott að vita að stjórinn vill mig hér. Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér við það að vinna mér inn sæti í liðinu og nú er það nýji samningurinn. Hér vil ég vera og mér finnst frábært að skrifa undir samning hjá Evrópumeisturunum."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni