Stephen Warnock valinn í enska landsliðið
Stephen Warnock var valinn í enska landsliðshópinn í dag sem mætir Wales og N-Írlandi í undankeppni HM 3. og 7. september. Chris Kirkland er einnig í hópnum. Warnock framlengdi nýverið samning sinn við Liverpool til 2008 og Rafa virðist hafa tröllatrú á strák. Spánverjinn sagði um daginn að Warnock ætti að vera valinn í landsliðið og hann virðist ekki tala fyrir daufum eyrum.
Hópurinn er annars skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir: Paul Robinson (Tottenham), Robert Green (Norwich) og Chris Kirkland (WBA).
Varnarmenn: Luke Young (Charlton), Stephen Warnock (Liverpool), Phil Neville (Everton), Ashley Cole (Arsenal), Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferdinand (Man Utd), John Terry (Chelsea) og Matthew Upson (Birmingham).
Miðjumenn: David Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Joe Cole (Chelsea), Owen Hargreaves (Bayern München), Shaun Wright-Phillips (Chelsea), Jermaine Jenas (Newcastle), Michael Carrick (Tottenham) og Kieran Richardson (Man Utd).
Framherjar: Michael Owen (Real Madrid), Wayne Rooney (Man Utd), Jermaine Defoe (Tottenham), Andy Johnson (Crystal Palace) og Darren Bent (Charlton).
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna