Breyttir hættir
Það hefur ýmislegt breyst eftir að Rafael Benítez tók við hjá Liverpool. Spánverjinn hugsar út í alla skapaða hluti og þessi frásögn Neil Mellor ber glöggt vitni um það.
,,Það er rétt að það urðu miklar breytingar eftir að Rafael tók við. Hann er ákveðinn í því láta okkur alla kynnast. Hann vill ekki að við séum bara með bestu vinum okkar. Liðsandinn er honum mjög mikilvægur. Áður var það þannig að allir höfðu sína föstu herbergisfélaga í hverri viku. En þessu var breytt. Rafael vill að leikmenn sem þurfa að eiga mikil samskipti inni á vellinum séu saman á herbergjum. Sem dæmi þá vill hann að hægri bakvörður og hægri útherji séu saman og það sama gildir um sóknarmennina.”
Það er greinilegt að þessi aðferðafræði Rafael hefur skilað sér. Að minnsta kosti vann liðið tvo Evrópubikara í ár!
Það er helst að frétta af Neil Mellor að hann er enn að ná sér eftir meiðsli. Ekki er búist við að hann komi til leiks fyrr en í nóvember í fyrsta lagi. Hann hefur að undanförnu verið orðaður sem lánsmaður við nokkur lið. Sheffield United og Stoke City hafa verið nefnd í þessu samhengi. Vonandi nær Neil sér sem fyrst. Það er nefnilega ekki of mikið af sóknarmönnum hjá Liverpool og hans gæti vel orðið þörf.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!