Rafa um goðsögnina Stevie G
Rafa Benítez segir Steven Gerrard vera afar sérstakann leikmann fyrir Liverpool og ómetnalegur partur af liðinu. Það verður mikið traust lagt á herðar hans í viðureignunum gegn Chelsea.
Rafa: "Það mikilvægasta er að Steven er mjög ánægður hérna. Hann er ánægður og það er ekkert vandamál að vinna bikara hérna næstu 10 árin. Það að spila á Anfield með þetta ótrúlega andrúmsloft og að vita að þú ert mjög mjög mikilvægur, það er afar sérstakt. Steve er ekki bara einn leikmaður í viðbót, hann er lykilmaður í þessu liði. Ég held að það sé mikilvægast fyrir hann. Hann verður að halda áfram að reyna að bæta sig, og hugsa ekki um það sem aðrir eru að segja.
Hann þarf að hugsa um sjálfan sig. Þeir eru með marga góða leikmenn og nokkra lykilmenn, en hérna er hann fyrirliðinn, goðsögn í lifanda lífi eftir að hafa lyft Evrópubikarnum á loft í Istanbul. Það eru fullt af bikurum sem hægt er að vinna, og mikið af möguleikum framundan. Við munum reyna að vinna Meistaradeildina á hverju ári, en ég hugsa um að vinna hvern og einn einasta bikar sem í boði er. Fólk segir kannski að það sé enginn möguleiki, en sjáum bara til.
Kannski verður erfiðara að vinna Chelsea í þetta skiptið, vegna þess að þeir hafa eytt mjög háum upphæðum í leikmenn. En við erum með nokkra nýja leikmenn og liðið mitt er betra núna. Við erum með meira sjálfstraust og við erum að bæta okkur. Munið það að í fótbolta eru engin lið sem teljast ósigrandi."
Rafa segir að sínir menn þurfi ekkert að óttast í viðureignunum og að Liverpool hafi átt skilið að vinna þá á síðasta tímabili, þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi efast um lögmæti marks Luis Garcia.
Rafa: "Þeir segja nú það sama í Barcelona eftir þeirra tap. Þetta er bara fótboltinn. Mér fannst við leika mjög vel í þessum leikjum gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Við stjórnuðum þeim og þeir sköpuðu sér ekki mikið. Ég tala ekki mikið um önnur lið og framkvæmdastjóra þeirra. Ég kýs að tala um mitt lið. Ef þú segir í einni viku að ég sé bestur, en svo í þeirri næstu þá tapar liðið og hvað gerist þá? Fólk minnir þig á það hvað þú sagðir. Ég veit ekki hvort ég er frábrugðinn Mourinho en ég þarf að vinna mína vinnu og reyna að fylla leikmenn mína af sjálfstrausti. Sigurinn gegn Chelsea í Meistaradeildinni kom mér ekkert mikið á óvart, og þó svo að það verði erfitt fyrir okkur að gera þetta aftur, þá erum við engu að síður með mjög, mjög gott lið.
Við erum einnit með 12 leikmenn út af stuðningsmönnunum. Leikmennirnir finna ástríðuna sem kemur frá áhorfendunum og það hvetur menn áfram."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!