| SSteinn

Luis Garcia, elskaður eða hataður?

Luis Garcia veit vel að hann hefur náð frá ýmiskonar viðbrögðum hjá stuðningsmönnum Liverpool.  Hann spilastíll er einfaldlega þannig.  Þegar hlutirnir ganga ekki upp, þá geta menn orðið afar pirraðir.  Þegar þeir svo ganga upp, þá súpa margir hveljur.  Hvað segir kappinn sjálfur um þetta?

Luis Garcia:  "Það er eðlilegt að þegar þú spilar ekki vel, þá láti stuðningsmennirnir í sér heyra og láta í ljós skoðanir sínar.  Stuðningsmenn okkar vita vel hvenær menn eru að spila vel og hvenær ekki.  Ég skil það fullkomlega.  Stundum elska þeir mig og syngja nafn mitt, og stundum hata þeir mig.  Svona er þetta bara.  Ég hef ekki stórar áhyggjur af formi mínu í upphafi leiktíðar vegna þess að þú átt bæði góða og slæma leiki yfir heilt tímabil.  Þú þarft bara alltaf að reyna þitt allra besta í hverjum leik, og það geri ég alltaf.  Stundum ganga hlutirnir sem ég reyni einfaldlega ekki upp.

Ég hef ekki áhyggur af því þótt stuðningsmennirnir segi að ég hafi átt lélegan leik, því framkvæmdastjórinn veit hvað ég get gert fyrir liðið og það fyllir mig miklu sjálfstrausti.  Það er rétt að ég vil vera þekktur sem leikmaður sem spilar vel í Evrópukeppninni, en það vil ég líka með Úrvalsdeildina og ég reyni alltaf að sýna mínar bestu hliðar í hverjum leik.  Það er sama hvort það er í Meistaradeildinni, Úrvalsdeildinni eða í FA bikarnum."

Það var Luis Garcia sem réði úrslitum síðast þegar Liverpool og Chelsea mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Hann skoraði þá eina mark leiksins. Leikmenn Chelsea vildu meina að boltinn hefði aldrei farið yfir marklínununa en dómarinn dæmdi markið gott og gilt. En Luis var viss í sinni sök. Auðvitað var þetta mark!

"Markið er sýnt oft í sjónvarpinu, en ég hef ekkert sérlega mikinn áhuga á því að horfa á það.  Ég er ennþá handviss um að boltinn hafi farið yfir línuna.  Ég var á því að þetta væri mark og línuvörðurinn var sama sinnis, sem er það mikilvægasta í þessu öllu.  Þetta var eitt besta augnablik ferils míns vegna þess að það tryggði okkur sæti í úrslitaleiknum.  Ég held ekki að Chelsea líti á þennan leik sem tækifæri á að hefna ófaranna, vegna þess að þeir vita að þeir eiga eftir að mæta okkur oft í framtíðinni.  Þetta snýst um þrjú stig, ekki sæti í úrslitaleiknum.

Það er mikið af leikjum eftir, alveg sama hvað gerist á miðvikudaginn.  Við erum ósigraðir, við erum stöðugri og fullir sjálfstrausts.  Þetta verður rosalegur leikur og ég er á því að við munum spila vel.  Hver leikur er frábrugðinn öðrum og þegar þú labbar út á völlinn, þá veistu aldrei hvað kemur til með að gerast.  Þú þarft að vera reiðubúinn í allt.  Ég hefði getað skorað tvisvar gegn Birmingham.  Ég er ánægður með að hafa náð að skora eitt mark, en ég er ekki ánægður með að hafa ekki náð að vinna leikinn."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan