| Hjörtur Örn Eysteinsson
TIL BAKA
Engin hræðslumerki í herbúðum Liverpool
Evrópumeistarar Liverpool hafa sent Englandsmeisturum Chelsea tóninn í fjölmiðlum undanfarið og segja að þeir bláklæddu séu alls ekki ósigrandi, eins og Liverpool sýndi þegar liðin mættust í undanúrslitum meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.
Þrátt fyrir að slagorð Chelsea um að ná fram hefndum sé áberandi í pressunni þessa dagana eru Spánverjarnir Rafael Benítez og Xabi Alonso alls ósmeykir við Englandsmeistarana, þrátt fyrir að liðið státi af fullu húsi stiga í úrvalsdeildinni það sem af er.
"Við höfum unnið þá áður og við getum unnið þá aftur. Þeir eru með sterkara lið núna en á síðasta ári en það erum við einnig.
"Til þess að vinna þá þurfa allir leikmenn að eiga 100% leik og enginn hefur efni á því að gera nokkur mistök þar sem þeir eru með góða leikmenn sem refsa fyrir slíkt. Þá verða menn að leggja sig alla fram og halda einbeitingu allan leikinn.
"Það er ekki auðvelt að spila á móti þeim því þeir eru mjög fastir fyrir í vörninni og eru alltaf með góða leikmenn frammi, en það er hægt að sigra þá engu að síður. Við erum sjálfsöruggir, það er alveg ljóst."
Chelsea hefur einungis tapað 6 leikjum af 66 undir stjórn Jose Mourinho en fjórir af þeim voru útileikir í meistaradeildinni á síðasta ári. Ekkert myndi gleðja Liverpool meira en að bæta öðru meistaradeildartapi á Chelsea, sérstaklega eftir að hafa þurft að heyra þá bláklæddu kvarta og kveina vegna úrslitanna umdeildu á Anfield Road í vor.
Stjóri Chelsea hefur margoft haldið því fram að betra liðið hafi tapað umrætt kvöld, markið hafi verið ógilt og að Liverpool hafi verið heppið að vinna úrslitaleikinn. Þessi framkoma og óvild hans í garð liðsins hafa mjög svo farið í taugarnar á leikmönnum, en Xabi Alonso segir: "Við berum mikla virðingu fyrir Chelsea, en erum ekki hræddir við þá og við vitum alveg að við getum unnið þá.
"Þeir eru að standa sig vel á þessum tímabili en ekkert lið er ósigrandi.
"Við vitum allt um þá og að þetta verður erfiður leikur, en erum samt sjálfsöruggir.
"Við viljum standa okkur vel í meistaradeildinni á þessu tímabili og endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili.
"Það verður erfitt en við tökum þetta skref fyrir skref og leik fyrir leik og sjáum svo til hversu langt við náum."
Hann bætir svo við: "Það verður stórt skref fyrir okkur og mikil uppörvun ef við getum unnið Chelsea aftur.
"Það verða þá enn fjórir leikir eftir í riðlakeppninni, en ég held að það muni verða auðveldara fyrir okkur ef við erum með 6 stig.
"Við fengum frábær úrslit á móti mjög góðu liði Real Betis í fyrsta leiknum í riðlinum og nú ætlum við að byggja ofan á það."
Þrátt fyrir að slagorð Chelsea um að ná fram hefndum sé áberandi í pressunni þessa dagana eru Spánverjarnir Rafael Benítez og Xabi Alonso alls ósmeykir við Englandsmeistarana, þrátt fyrir að liðið státi af fullu húsi stiga í úrvalsdeildinni það sem af er.
"Við höfum unnið þá áður og við getum unnið þá aftur. Þeir eru með sterkara lið núna en á síðasta ári en það erum við einnig.
"Til þess að vinna þá þurfa allir leikmenn að eiga 100% leik og enginn hefur efni á því að gera nokkur mistök þar sem þeir eru með góða leikmenn sem refsa fyrir slíkt. Þá verða menn að leggja sig alla fram og halda einbeitingu allan leikinn.
"Það er ekki auðvelt að spila á móti þeim því þeir eru mjög fastir fyrir í vörninni og eru alltaf með góða leikmenn frammi, en það er hægt að sigra þá engu að síður. Við erum sjálfsöruggir, það er alveg ljóst."
Chelsea hefur einungis tapað 6 leikjum af 66 undir stjórn Jose Mourinho en fjórir af þeim voru útileikir í meistaradeildinni á síðasta ári. Ekkert myndi gleðja Liverpool meira en að bæta öðru meistaradeildartapi á Chelsea, sérstaklega eftir að hafa þurft að heyra þá bláklæddu kvarta og kveina vegna úrslitanna umdeildu á Anfield Road í vor.
Stjóri Chelsea hefur margoft haldið því fram að betra liðið hafi tapað umrætt kvöld, markið hafi verið ógilt og að Liverpool hafi verið heppið að vinna úrslitaleikinn. Þessi framkoma og óvild hans í garð liðsins hafa mjög svo farið í taugarnar á leikmönnum, en Xabi Alonso segir: "Við berum mikla virðingu fyrir Chelsea, en erum ekki hræddir við þá og við vitum alveg að við getum unnið þá.
"Þeir eru að standa sig vel á þessum tímabili en ekkert lið er ósigrandi.
"Við vitum allt um þá og að þetta verður erfiður leikur, en erum samt sjálfsöruggir.
"Við viljum standa okkur vel í meistaradeildinni á þessu tímabili og endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili.
"Það verður erfitt en við tökum þetta skref fyrir skref og leik fyrir leik og sjáum svo til hversu langt við náum."
Hann bætir svo við: "Það verður stórt skref fyrir okkur og mikil uppörvun ef við getum unnið Chelsea aftur.
"Það verða þá enn fjórir leikir eftir í riðlakeppninni, en ég held að það muni verða auðveldara fyrir okkur ef við erum með 6 stig.
"Við fengum frábær úrslit á móti mjög góðu liði Real Betis í fyrsta leiknum í riðlinum og nú ætlum við að byggja ofan á það."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan