Chelsea veit að við getum unnið þá
Rafael Benítez er sannfærður um að Liverpool geti unnið Chelsea. Og hann segir að Chelsea-menn sjálfir viti að Liverpool geti unnið þennan leik.
„Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna þá á síðasta tímabili. En það sem skiptir meira máli er að þeir vita líka að við getum unnið þá. Það gefur okkur sjálfstraust og er í huga þeirra. Þeir vita að við erum með gott lið og erum hættulegir, sérstaklega á Anfield þar sem stuðningsmennirnir eru okkar tólfti maður. Ég vona að það að við göngum til leiks sem Evrópumeistarar fyrir framan okkar eigin stuðningsmenn muni hafa áhrif á Chelsea, og ég vil að okkar stuðningsmenn standi á bak við okkur í slíkum leikjum.
Ég veit ekki hvort Chelsea-menn séu að auka pressuna á sjálfa sig með því að tala um hefnd en maður heyrir slík orð frá þeim. En það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að búa okkur undir leikinn og tala ekki mikið um aðra hluti eins og þessa. Við munum undirbúa okkur vel gegn góðu liði og einbeita okkur í 90 mínútur. Chelsea hefur veikleika eins og önnur lið. Þeir eru ekki ósigrandi og við höfum ákveðna hugmynd um hvernig við getum unnið þá.
Mér er alveg sama þó að fólk tali um að Chelsea sé sigurstranglegra þó að við séum Evrópumeistarar. Það eina sem ég mun gera er að undirbúa lið mitt eins vel og ég get, hafa trú á liðinu og vissu fyrir því að við getum unnið þá.
Stórleikir eins og þessir vinnast á smáatriðum. Ef liðin eru góð eru smáatriðin mikilvæg. Tökum úrslitaleik deildarbikarsins sem dæmi. Við vorum að vinna þegar tíu mínútur voru eftir en sjálfsmarkið skipti sköpum. Ég á von á því að munurinn verði það lítill í kvöld. Við lékum vel gegn Chelsea í úrvalsdeildinni á Anfield og vorum óheppnir að tapa. Við unnum þá í meistaradeildinni hér og ég held að við getum gert það aftur. Við leggjum leikinn upp svipað og aðra leiki og þeirra leikstíll er líka svipaður. Þó að við þurfum að spá í ýmsa hluti held ég að leikurinn verði ekki ólíkur leikjum síðustu leiktíðar.“
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur