Umsagnir
Matsmenn BBC voru ekki lengi að gefa leikmönnum Liverpool og Chelsea umsagnir eftir Englandsrimmuna í gærkvöldi. Hér fara umsagnirnar um leikmenn Liverpool. Rafel Benítez fær líka umsögn.
Jose Reina: Missti af fyrirgjöf í fyrstu hornspyrnunni en varði vel frá Arjen Robben. Hann var líka vel vakandi þegar hann bjargaði eftir misskilning í vörninni. Einkunn: 7.
Steve Finnan: Írinn hélt landa sínum Damien Duff í góðri gæslu og kom boltanum vel til skila þegar hann brá sér framar á völlinn. Einkunn: 7.
Jamie Carragher: Mátti sætta sig við að fá ekki vítaspyrnu sem hann átti þó sterkt tilkall til. Hann hafði allt kvöldið góðar gætur á Didier Drogba . Einkunn: 7.
Sami Hyypia: Hann átti besta marktækifæri Liverpool í fyrri hálfleiknum og var sem fyrr vökull í vörninni. Einkunn: 7.
Djimi Traore: Átti í vandræðum með Damien Duff þegar hann skipti um kanta. Eins átti hann erfitt með háar sendingar. Var ekki sannfærandi sem vinstri bakvörður. Einkunn: 5.
Dietmar Hamann: Átti margar snjallar sendingar. Hann var olían í miðjugangverkinu og verndaði vörnina vel. Einkunn: 8.
Xabi Alonso: Hann var slakastur af miðjumönnunum og átti of margar misheppnaðar sendingar. Einkunn: 6.
Steven Gerrard: Kraftmikill og grimmur frá upphafi til enda. Dreif þá Rauðu áfram og var jafnan þar sem mest lá við. Einkunn: 7.
Luis Garcia: Vaknaði til lífsins í síðari hálfleik þegar hann hóf að taka hinar dæmigerðu rispur sínar. Leikmenn Chelsea urðu að vera vel á verði gagnvart þeim. Einkunn: 7.
Djibril Cissé: Kom lítið við sögu lengst af. En hann var duglegur að hlaupa á köntunum og halda vörn andstæðinganna við efnið. Einkunn: 6.
Peter Crouch: Hann var vörn Chelsea mikil ógn. En þó svo að hann hafi tengt spilið vel þá var hann ekki nærri því að brjóta ísinn með marki. Einkunn: 6.
Florent Sinama-Pongolle, leysti Djibril Cissé af hólmi á 78. mínútu. ). Olli usla í vörn Chelsea með því að brjótast upp að endamörkum en það var eina skiptið sem hann kom vörn andstæðinganna í vanda. Einkunn: 6.
Rafael Benitez: Lagði upp með sókndjarfari leikaðferð en venjulega. En lið hans náði ekki að nýta sér áræðni hans á heimavelli. Einkunn: 6.
Þá liggja umsagnirnar fyrir. Líkt og venjulega sýnist líklega sitt hverjum. En stuðningsmenn Liverpool gátu samt í heild verið ánægðir með liðið sitt í gærkvöldi. Það var leikið til sigurs en hann náðist bara ekki í þetta sinnið.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!