Af væli og markinu góða
Það þarf engum að koma á óvart að Jamie Carragher þolir ekkert væl. Hann vildi fá vítaspyrnu þegar William Gallas setti útrétta hönd fyrir skalla hans og stöðvaði þannig för boltans að markinu. Þetta er eitt augljósasta dæmi um hendi inni í vítateig á Anfield Road á seinni tímum. Að minnsta kosti frá því á fyrsta degi þessa árs! Það var því skiljanlegt að Jamie og aðrir sjónarvottar í liði Liverpool vildu fá vítaspyrnu. En Jamie sagði eftir leikinn að það þýddi ekkert að gráta orðinn hlut.
"Að sjálfsögðu var þetta vítaspyrna. Það var augljóst mál. En við munum ekki eyða tíma okkar í að sjá eftir því. Fyrir leikinn var mikið væl í herbúðum þeirra. Þeir voru að væla út af ýmsum atvikum sem áttu sér stað á síðustu leiktíð og menn voru greinilega tapsárir. En það er meiri reisn yfir okkar hjá þessu félagi en það. Við munum reyna að vera ekki að gráta það sem orðið er þó svo að augljósir hlutir hafi ekki fallið með okkur. Þetta var augljóst var það ekki!"
Þetta "væl" sem Jamie vitnar til eru orð Jose Maurinho framkvæmdastjóra Chelsea. Hann er greinilega enn sár vegna tapsins á Anfield Road í vor þegar Liverpool komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á kostnað Chelsea. Hann heldur enn af öllu afli í það hálmstrá að markið sem Luis Garcia skoraði hafi verið ólöglegt. Jose sagði meðal annars þetta fyrir leikinn á miðvikudaginn.
"Það er enginn vafi á því að Liverpool á mikið hrós skilið fyrir það sem liðið afrekaði. Sérstaklega í úrslitaleiknum. Það var frábært afrek. Þeir unnu líka Chelsea án þess að skora mark. En þeir unnu Chelsea. Þeir skoruðu ekki gegn okkur í undanúrslitunum en ég viðurkenni að þeir unnu okkur. Þeir spiluðu til úrslita en við vorum heima svo ég verð að viðurkenna að þeir unnu. Ég var reiður þá en ég er það ekki lengur. Þeir unnu okkur en þeir skoruðu ekki. Þessu mun ég halda fram allt mítt líf. En það táknar ekki að ég sé niðurdregin út af því. Það eru alltaf ákveðin atvik á ferli þínum sem maður gleymir aldrei og ég mun aldrei gleyma markinu sem enginn sá. Í fimm leikjum, á síðustu leiktíð, þá unnum við þá þrívegis, þeir unnu einn leik og einu sinni var jafnt. Leikurinn á Anfield, sem allir segja að þeir hafi unnið okkur í, var að mínu mati markalaust jafntefli."
Rafael Benítez hafði greinilega gaman af því, fyrir leikinn á miðvikudaginn, að rifja upp markið sögulega sem kom Liverpool til Istanbúl. Sheila Walsh ritari hans var lykilvitni í málinu!
"Luis sagði mér að um leið og hann sneri sér við hafi hann verið á endalínunni og hann sagði að boltinn hefði verið kominn inn fyrir línuna. Eftir leikinn sagði Sheila ritarinn minn, sem sat á móts við endalínuna í Aðalstúkunni, mér að boltinn hefði farið yfir línuna. Hún er mjög heiðarlega og orð hennar voru mér næg sönnun. Þetta var mark."
Auðvitað var þetta mark. Að minnsta kosti urðu hjarðir stuðningsmanna Liverpool vitni að fimmta Evrópubikarsigri Liverpool í Istanbúl. En þessi umræða, fyrir leikinn á miðvikudagskvöldið, um markið sem Luis Garcia skoraði í vor var mjög skemmtileg! Það fannst mér að minnsta kosti. Hún rifjaði sannarlega upp skemmtilegar minningar!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!