Warnock ánægður með landsliðskallið
Stephen Warnock var kallaður í landsliðshópinn á síðustu stundu vegna meiðsla Ashley Cole. Hann er vitaskuld hæstánægður með þennan heiður.
„Þetta var nokkuð óvænt. Ég átti að vera á æfingum á Melwood í gær. Þegar ég kom þangað gekk stjórinn að mér og fór að spyrja mig að því hvernig mér liðið og hvort ég væri heill. Þá spurði hann hvort ég gæti talað við hann í einrúmi. Ég hafði áhyggjur af því að ég hefði gert eitthvað rangt og væri í vandræðum.
Þá sagði hann mér að ég hefði verið kallaður í enska landsliðið svo að ég var hæstánægður. Ég vissi að Ledley King og Sol Campbell voru að koma aftur í hópinn svo að ég bjóst ekki við því að vera í hópnum í þetta skiptið. Það kom mér ekki á óvart þegar ég var ekki í hópnum svo að það er frábært fyrir mig að fá kallið núna. Ég kom inn í hópinn í gærkvöldi og nú hlakka ég til að æfa með öllum aftur.
Ég efast um að ég verði settur beint í liðið. Ég er ekki að búast við því. Það eru margir reyndir leikmenn í hópnum og ég er viss um að stjórinn sé að horfa á að nota mann eins og Carra frekar en mig í leiknum á laugardag. Þetta er stór leikur þannig að ég er ekki að búast við því að byrja inná. Ég hlakka bara til þess að fá reynsluna aftur.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!