Zenden ánægður með mark fyrir framan Kop
Bolo Zenden segist afar stoltur yfir því að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Liverpool fyrir framan Kop. Hann hvetur liðið til að byggja á þessum sigri og ná upp svipuðu gengi í úrvalsdeildinni og í meistaradeildinni.
„Það var sérstakt að skora fyrsta markið mitt fyrir framan Kop. Það var gott fyrir mig gott að klára leikinn á þennan hátt. Þessi sigur var mikilvægur fyrir sjálfstraustið okkar og ég var ánægður með að ná fyrsta markinu mínu. Við þurftum á öðru marki að halda til að klára leikinn en við sköpuðum fjölda færa sem við náðum ekki að nýta.
Það verður samt að segja West Ham til hróss að þeir komu hingað til að sækja. Bakverðir þeirra sóttu fram og miðjumennirnir líka. Það verður að hrósa þeim fyrir það því of mörg lið setja alla leikmenn sína í eigin vítateig og reyna að koma í veg fyrir að maður skori og vonast svo til að ná inn einu í skyndisókn.
Gagnrýnendur okkar hafa sagt að við getum ekki spilað vel í deildinni heima og að við séum aðeins góðir í Evrópukeppninni. Það er undir okkur leikmönnunum komið að tryggja að það gerist ekki. Í lok vikunnar gætum við verið orðnir öruggir í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar. Hlutirnir geta þróast þetta hratt. Ef við náum nokkrum sigurleikjum í röð munu hlutirnir líta allt öðruvísi út eftir nokkrar vikur.“
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!