Warnock stefnir á undanúrslitin
Stephen Warnock segir að Liverpool eigi að stefna að því að komast að minnsta kosti í undanúrslit meistaradeildarinnar í vetur. Sigur í kvöld getur farið langt með að tryggja Liverpool sæti í 16-liða úrslitum en Warnock vill komast lengra en það.
"Liverpool þarf að komast í undanúrslit því að við erum stór klúbbur og við ættum að keppa á meðal þeirra bestu. Við erum nógu góðir til þess. Ég held að mörg lið vilji ekki mæta okkur í Evrópukeppninni. Ég veit ekki af hverju en við virðumst alltaf ná að sýna okkar besta í meistaradeildinni. Þessi keppni hentar okkur.
Þetta er ekki öðruvísi áskorun en úrvalsdeildin, fótboltinn er bara öðruvísi. Ég held að enginn geti bent á ástæðurnar fyrir því hvers vegna okkur gengur svo vel í Evrópukeppninni en ekki heima fyrir, nema með því að benda á að úrvalsdeildin er hörð deild þar sem baráttan og hraðinn er mikill og öll lið fara í leikina af fullum krafti. Hraðinn er minni í Evrópukeppninni þó að hann aukist á síðasta þriðjungi vallarins."
Um leikinn í kvöld segir Warnock: "Anderlecht er úr leik núna svo að þeir gætu sett allt í botn og reynt að sækja á okkur. Maður veit aldrei. En við erum á heimavelli og Evrópukvöldin á Anfield eru mjög sérstök. Stemningin er frábær."
Warnock hefur stutt Liverpool frá því að hann var smástrákur en fyrstu leikirnir sem hann fór á voru reyndar á Goodison Park. „Pabbi minn og bróðir eiga ársmiða þar, þeir eru harðir Evertonmenn. Ég studdi alltaf Liverpool en þegar ég var strákur fór ég alltaf með þeim þó að ég styddi alltaf liðið sem spilaði á móti Everton! Síðan gerðist það að vinur minn sem átti heima neðar í götunni átti aukamiða á leik með Liverpool. Ég fór á leikinn, og varð strax háður."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni