Fernando Morientes með á laugardaginn
Hnémeiðslin sem Fernando Morientes varð fyrir í leiknum gegn Anderlect í gærkvöldi reyndust sem betur fer ekki alvarlegs eðlis. Hann getur því tekið þátt í leiknum gegn Aston Villa á laugardaginn.
Fernando varð að fara af velli snemma í síðari hálfleik í gærkvöldi vegna meiðsla. Margir óttuðust að hann myndi missa af leiknum gegn Aston Villa en svo reyndist ekki vera. Moro æfði reyndar ekki með liðinu í dag en búist er við að hann æfi á fullu á morgun. Það er vonandi að Spánverjinn haldi áfram þaðan sem frá var horfið í gærkvöldi á laugaradaginn. Þá skoraði hann fyrsta mark sitt á leiktíðinni og lék mjög vel eins og hann gerði reyndar líka gegn West Ham United.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!