Boudewijn Zenden missir af Japansferðinni
Nú er ljóst að Boudewijn Zenden missir af Japansferð Liverpool í næsta mánuði þegar liðið heldur til leiks í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Meiðsli hans munu halda honum frá í um mánuð. Þau gátu ekki komið á verri tíma því Hollendingurinn var að komast á flug. Bestu leikir hans á leiktíðinni komu nú í síðustu leikjum og hann skoraði sín fyrstu tvö mörk gegn West Ham United og Portsmouth. Að auki átti hann fínan leik gegn Real Betis í síðustu viku.
Hollendingurinn þarf ekki að fara í aðgerð. Meiðslin mun vera tognun á liðböndum á hægra hné og eiga að jafna sig með hvíld. Vonandi verður hann orðinn góður þegar jólatörnin hefst því þá skiptir öllu að hafa fáa menn á meiðslalistanum. Það merkilega var að áður en Bolo meiddist var enginn leikmaður Liverpool á meiðslalistanum illræmda.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu