Varaliðið sigraði Man. Utd.
Varalið Liverpool sigraði varalið Man. Utd. 2-0 í kvöld með mörkum frá Ramon Calliste og Besian Idrizaz. Liverpool-liðið þótti spila afar vel í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilið.
Neil Mellor, sem verið hefur frá í tæpt ár vegna aðgerðar á báðum hnjám kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og slapp vel frá leiknum. Svipuð tíðindi voru United megin því Ole Gunnar Solskjær lék fyrri hálfleikinn í leiknum og var það fyrsti leikur hans í eitt og hálft ár. Darren Potter var hins vegar borinn af leikvelli eftir 25 mínútna leik en seinna kom í ljós að um vöðvakrampa var að ræða og meiðslin því ekki alvarleg.
Liverpool tók forystuna eftir 10 mínútna leik með marki frá Ramon Calliste, sem nýtti sér mistök markvarðar United. Þetta var sætt fyrir Calliste í ljósi þess að United lét Calliste fara frá félaginu í vor. Liðið fékk fleiri færi í leiknum og skal þar helst telja að Neil Mellor var nálægt því að skora þremur mínútum eftir að hann kom inná en markvörður United varði vel frá honum. Besian Idrizaj skoraði svo annað mark Liverpool þremur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu.
Lið Liverpool var þannig skipað: Willis, Barragan, Raven, Roque, Antwi, Hobbs, Anderson, Potter (Peltier 25. mín.), Calliste (Mellor 72. mín.), Mannix og Guthrie (Idrizaj 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Roberts og Hammill.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc:tv: Paul Willis. Þeir Godwin Antwi og Miki Rogue þóttu frábærir í vörninni. En Paul Willis varði nokkrum sinnum frábærlega.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur