Neil Mellor kominn á markaskóna að nýju
Neil Mellor skoraði eitt mark gegn Runcorn í sextán liða úrslitum Liverpool Senior Cup í gærkvöldi. Það er mikið gleðiefni að hann skuli hafa loks jafnað sig á erfiðum meiðslum sem hafa hrjáð hann allt þetta ár. Neil Mellor byrjaði inná í fyrsta skipti síðan gegn Watford í undanúrslitum Deildarbikarsins í janúar. Neil lék allan leikinn gegn Runcorn en mark sitt skoraði hann á 88. mínútu með góðu skoti neðst í markhornið.
Paul Anderson og Ramon Caliste skoruðu hin mörkin í 3-0 sigri Liverpool. Mark Paul var einkar glæsilegt. Hann lék framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði með föstu skoti í markhornið.
Liverpool: Willis, Barragan, Raven, Antwi, O'Donnell, Hobbs, Anderson, Peltier, Mellor, Mannix, Calliste (Idrizaj 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Guthrie, Roberts, Smith og Roque.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!