| Benedikt Jón Sigmundsson

Hearts að tala við Mellor

Liverpool hefur staðfest að þeir hafa gefið Neil Mellor grænt ljós á að tala við Hearts um hugsanleg kaup áður en janúarglugginn lokast. Hinir metnaðarfullu Skotar ætla að styrkja lið sitt og er Mellor efstur á óskalista þeirra.

Mellor, sem skoraði fyrir varaliðið gegn Newcastle á dögunum, hefur verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarið ár og hefur til að mynda ekkert leikið með aðalliðinu á leiktíðinni. Með Peter Crouch, Djibril Cisse, Fernando Morientes og Florent Sinama-Pongolle alla á undan sér í goggunarröðinni, gætu tækifæri Mellor orðið frekar takmörkuð.

Ef samkomulag næst við Skotana mun hinn 23 ára gamli framherji yfirgefa félagið eftir marga eftirminnilega leiki. Ber þar kannski hæst mörkin sem hann skoraði á síðasta leiktímabili gegn bæði Arsenal í deildinni og Olympiakos í Meistaradeildinni.

,,Harts eru mjög áhugasamir og þeir hafa sett sig í samband við Liverpool," sagði Mick McGuire umboðsmaður Mellor.

,,Ég hef talað við Rick Parry og Liverpool gaf leyfi til að hefja viðræður um hugsanleg kaup. Það hefur verið áhugi frá öðrum liðum og er Neil að meta stöðuna, en hann hefur alls ekki útilokað þann möguleika að vera áfram  hjá Liverpool enda er hann samningsbundinn félaginu."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan